Helgafell - 01.10.1946, Page 67

Helgafell - 01.10.1946, Page 67
UM GARÐ-VIST ÍSLENDINGA Á ÖLDINNI SEM LEIÐ 249 fylgdi ávísun á 50 ríkisbankadali, sem hann ekki hafði hafið, 3) að hann hafði byrjað bréf til íslands, sem engar upplýsingar voru í og 4) að hann sama kvöldið, þegar hann fór út, hafði pantað baekur hjá Reitzel bóksala. Það er því mjög líklegt, að saerð sómatilfinning gagnvart því, sem átt hafði sér stað, hafi valdið því, að hann, í hugaræsingu sinni, hefur mikl- að mjög fyrir sér atvikið og gengið í dauðann.“ ,,Ég hef komizt mjög við af þess- um atburði,“ segir Garð-prófastur ennfremur. ,,Hann var einn dugleg- asti íslendingurinn, sem hér hefur ver- ið um mína tíð. Hann er fyrsti ís- lendingur, sem verið hefur í stjórn Lestrarfélagsins. Hann var virtur og elskaður af öllum oss. Því miður frétti ég, að hann hafi upp á síðkastið sézt drukkinn. Það er þó staðhæft, að tveir ,,snapsar“ 'hafi haft slík áhrif á hann.“ ,,Það mun þó vera meira," segir Fabricius réttilega, ,,en einstaklings- munur, sem lýsir sér í því, að íslend- ingur, sem kominn er á glapstigu, gengur í dauðann af frjálsum vilja, meðan Daninn sekkur dýpra og dýpra, þangað til yfirvöld á Holtsetalandi hirða hann eins og umkomulausan landshornamann og senda hann heim“. (Hér er átt við ákveðið dæmi, og þetta er eitt af fáu skarplega at- huguðu hjá höf. G. J.). ,,Mjög er ólíkt hlutskipti annars íslendings, Gríms Thomsens, sem bjó á Garði í upphafi fjórða tugs aldarinnar, fáum árum eftir hinn mikla landa sinn Jón Sigurðsson. Þó að hann yrði ekki eins frægur, varð hann dr. phil. og sendisveitarritari í utanríkisráðuneytinu, og auk þess hafði hann á Garð-vfsu þá yfirburði, að hann hafði tekið öflugan þátt í lífinu þar, sérstaklega í norrænu mót- unum. En enginn, sem þekkti hinn mikla veraldarmann og hið siðavanda sendisveitarráð á síðari árum, hefði getað látið sér detta í hug, að æsku- ferill hans á Garði segði frá svo geð- illum og uppstökkum manni, að sam- býlismaður hans sleit við hann félags- skap af því, hvað hann var illa lynt- ur, að þjónninn kvartaði undan því, að hann ætti hjá honum, og að hon- um var um síðir meinað að koma á lestrarsal Garðs, af því að hann hafði rekið öðrum Garð-búa utan undir í orðahnippingum. Enda þótt Grímur Thomsen væri ólíkur löndum sínum á ytri manninn, skildi lundin þó með honum og venjulegum dönskum Garð- búum.“ Á árunum 1830, 1835, 1840 og 1845 voru íslenzkir styrkþegar 11, 14, 10 og 5, alls 40 talsins. 16 þessara manna tóku aldrei próf, en að öðru leyti var árangurinn alls ekki slakur, því af þeim 24, sem eftir voru, náðu 13 stúdentanna I. einkunn, 7 guðfræð- ingar, 5 lögfræðingar og 1 læknis- fræðingur. Flestir íslendingar lásu lög eða guðfræði, en margir þeirra voru ritaðir í stúdentatölu sem heimsspek- ingar, og náðu fæstir þeirra embættis- prófi. Spilamennska var mikil á Garði; þóttu mest brögð vera á því á 6. gangi, þar sem íslenzkir stúdentar bjuggu, og voru þeir áminntir. Bar- smíðasamt var og á Garði, og þóttu íslendingar þar og hvað herskáastir, jafnvel sín á milli. í janúar 1831 kvart- aði íslendingur nokkur undan því, að einn félagi hans hefði meiðyrt sig og barið, meira að segja hvað ofan í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.