Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 67
UM GARÐ-VIST ÍSLENDINGA Á ÖLDINNI SEM LEIÐ
249
fylgdi ávísun á 50 ríkisbankadali, sem
hann ekki hafði hafið, 3) að hann hafði
byrjað bréf til íslands, sem engar
upplýsingar voru í og 4) að hann
sama kvöldið, þegar hann fór út, hafði
pantað baekur hjá Reitzel bóksala.
Það er því mjög líklegt, að saerð
sómatilfinning gagnvart því, sem átt
hafði sér stað, hafi valdið því, að
hann, í hugaræsingu sinni, hefur mikl-
að mjög fyrir sér atvikið og gengið
í dauðann.“
,,Ég hef komizt mjög við af þess-
um atburði,“ segir Garð-prófastur
ennfremur. ,,Hann var einn dugleg-
asti íslendingurinn, sem hér hefur ver-
ið um mína tíð. Hann er fyrsti ís-
lendingur, sem verið hefur í stjórn
Lestrarfélagsins. Hann var virtur og
elskaður af öllum oss. Því miður frétti
ég, að hann hafi upp á síðkastið sézt
drukkinn. Það er þó staðhæft, að
tveir ,,snapsar“ 'hafi haft slík áhrif á
hann.“
,,Það mun þó vera meira," segir
Fabricius réttilega, ,,en einstaklings-
munur, sem lýsir sér í því, að íslend-
ingur, sem kominn er á glapstigu,
gengur í dauðann af frjálsum vilja,
meðan Daninn sekkur dýpra og dýpra,
þangað til yfirvöld á Holtsetalandi
hirða hann eins og umkomulausan
landshornamann og senda hann
heim“. (Hér er átt við ákveðið dæmi,
og þetta er eitt af fáu skarplega at-
huguðu hjá höf. G. J.).
,,Mjög er ólíkt hlutskipti annars
íslendings, Gríms Thomsens, sem
bjó á Garði í upphafi fjórða tugs
aldarinnar, fáum árum eftir hinn
mikla landa sinn Jón Sigurðsson. Þó
að hann yrði ekki eins frægur, varð
hann dr. phil. og sendisveitarritari í
utanríkisráðuneytinu, og auk þess
hafði hann á Garð-vfsu þá yfirburði,
að hann hafði tekið öflugan þátt í
lífinu þar, sérstaklega í norrænu mót-
unum. En enginn, sem þekkti hinn
mikla veraldarmann og hið siðavanda
sendisveitarráð á síðari árum, hefði
getað látið sér detta í hug, að æsku-
ferill hans á Garði segði frá svo geð-
illum og uppstökkum manni, að sam-
býlismaður hans sleit við hann félags-
skap af því, hvað hann var illa lynt-
ur, að þjónninn kvartaði undan því,
að hann ætti hjá honum, og að hon-
um var um síðir meinað að koma á
lestrarsal Garðs, af því að hann hafði
rekið öðrum Garð-búa utan undir í
orðahnippingum. Enda þótt Grímur
Thomsen væri ólíkur löndum sínum
á ytri manninn, skildi lundin þó með
honum og venjulegum dönskum Garð-
búum.“
Á árunum 1830, 1835, 1840 og 1845
voru íslenzkir styrkþegar 11, 14, 10
og 5, alls 40 talsins. 16 þessara manna
tóku aldrei próf, en að öðru leyti var
árangurinn alls ekki slakur, því af
þeim 24, sem eftir voru, náðu 13
stúdentanna I. einkunn, 7 guðfræð-
ingar, 5 lögfræðingar og 1 læknis-
fræðingur. Flestir íslendingar lásu lög
eða guðfræði, en margir þeirra voru
ritaðir í stúdentatölu sem heimsspek-
ingar, og náðu fæstir þeirra embættis-
prófi.
Spilamennska var mikil á Garði;
þóttu mest brögð vera á því á 6.
gangi, þar sem íslenzkir stúdentar
bjuggu, og voru þeir áminntir. Bar-
smíðasamt var og á Garði, og þóttu
íslendingar þar og hvað herskáastir,
jafnvel sín á milli. í janúar 1831 kvart-
aði íslendingur nokkur undan því, að
einn félagi hans hefði meiðyrt sig og
barið, meira að segja hvað ofan í