Helgafell - 01.10.1946, Page 69
UM GARÐ-VIST ÍSLENDINGA Á ÖLDINNI SEM LEIÐ
251
nafni, sem áður fyrr hafi verið Garð-
búi, en síðar menntaskólakennari og
orðið að hætta því fyrir þá sök, að
því er mér (G. J.) hefur verið sagt,
að hann fékk heldur óskemmtilegan
sjúkdóm, sem vel hefur mátt eiga sér
stað eftir útliti hans að dæma, hefur
safnað skýrslum um afkomu íslend-
inga, sem á Garði voru á árabilinu
1891—1900. Telur hann, að þá hafi
alls 87 íslendingar notið Garð-styrks.
Af þeim hafi 32 lokið embættisprófi
í Höfn, 17 verið enn við nám, 29
yfirgefið háskólann án þess að ljúka
prófi, og 9 hafi horfið út í buskann.
Það er margt við þessa skýrslu Skou-
boes gamla — sem íslendingar að
jafnaði kölluðu ,,skóbót“ — að at-
huga. Er þar fyrst það, að ekki 'hefur
verið rannsakað, hve margir af þeim
29, sem ekki luku prófi í Höfn, hafi
lokið því hér heima, en síðast og
ekki sízt hefði þurft að geta þess, að
allur samanburður við danska Garð-
búa var óréttlátur, vegna þess, að
þeir voru, eins og þeir voru til komnir,
rjóminn ofan af dönskum stúdentum,
en íslenzkir stúdentar fengu. allir
Garð-styrk ,,aular og fróðir, illir og
góðir.“ Það mátti því ekki búast við
jafn góðum árangri hjá þeim.
Þó að Fabricius Garð-prófastur hafi
orð á því, að íslenzkir Garð-búar hafi
samlagazt dönskum Garð-búum held-
ur illa, má ekki taka það allt of bók-
staflega. Sannleikurinn var sá, að það
var afar misjafnt eftir geðslagi manna.
Það segir sig sjálft, að íslenzkir stúd-
entar muni, ef þeir hafa verið eins
drykkfelldir og höfundur lætur í veðri
vaka, hafa tekið drjúgan þátt í sumbl-
um Garð-búa, því að þau voru mörg,
og verður ekki með sanni sagt, að
danskir stúdentar hafi verið neinir
bindindismenn heldur. í öðru skemmt-
analífi Garð-búa mun þó þátttaka
íslendinga hafa verið minni.
Milli 1870 og 80 höfðu danskir
Garð-búar oftar en einu sinni sjón-
leiki, og tóku ýmsir íslendingar þátt
í þeim. Höf. tilnefnir þá Björn Olsen
prófessor, Indriða skáld Einarsson,
Guðna lækni Guðm.undsson, er síðar
var á Borgundarhólmi, og Kristján
Jónsson síðar dómstjóra. Tekur höf.
það um leið fram, að þetta hafi allt
verið bráðiðnir menn, sem reyndar
eru litlar fréttir fyrir oss. Sérstaklega
hafði Björn Olsen vakið athygli með
leik sínum. Hann lék eitt sinn germ-
anska hetju í ,,Rosmer“ eftir Chr.
Richard, og segir svo, að hlutverkið
hafi ,,þar með fengið á sig hæfilega
þjóðlegan blæ.“
Fyrirlestrahöld voru alltíð um eitt
skeið á Garði og 1879 flutti Þorvald-
ur Thoroddsen, þá stúdent, fyrirlestur
þar um náttúru íslands.
Garður var, fram undir lok aldar-
innar sem leið, nokkurs konar pólitísk
miðstöð stúdenta, en stúdentar hafa
alltaf, bæði hér og annars staðar,
látið sig stjórnmál miklu skipta. Hið
innra líf á Garði var því oftast mjög
trú mynd af þeim stjórnmálagöldrum,
sem voru að gerast fyrir utan hann.
Garð-búar skiptust um innri mál
Garðs í flokka eftir stjómmálum
Danmerkur. í þeirri hlið Garð-lífsins
voru íslendingar hvað líklegastir til
þátttöku, því að varla getur jafn
stjórnmálasinnaða menn og íslend-
inga. Þátttaka þeirra mun og meira
hafa verið sprottin af löngun til að
vasast í stjórnmálum yfirleitt, en af
beinum áhuga fyrir dönskum stjórn-
málum.
Þó kemur það fyrir, að straumar,