Helgafell - 01.10.1946, Síða 72

Helgafell - 01.10.1946, Síða 72
254 HELGAFELL inni, því að honum fylgdu allir Gað- búar, sem í borginni voru. Hannes Hafstein þurfti fyrst um haustið að gera hreint fyrir sínum dyrum, þegar hann var í boði við hringjarakosningu á móti Chr. Riis (síðar yfirlækni í Árósum, þeim er konunginn móð- gaði. G. J.). ViS prófkosninguna sigr- aði Hafstein, en á aðalfundinum, þar sem Jóhann Ottosen líkti Riis við Beaconsfield lávarð (brezkur for- sætisráðherra, hét réttu nafni Disraeli. G. J.) sigraSi lávarðurinn hinn ís- lenzka andstæðing sinn með 39 at- kvæðum á móti 37.“ Hér má enn geta þess, að um langt skeið var íslenzkur maður, Eiríkur Jónsson orSabókaíhöf., varaprófastur á GarSi. Hefur höf. fá orð um hann, en það skín út úr þeim, að honum þyki heldur lítið hafa komið til em- bættisreksturs hans. Gefur hann í skyn, að Eiríkur hafi ekki haft sem bezt áhrif á stúdenta, hafi hann verið of kompánlegur við þá, drukk- ið við þá dús og jafnvel svallað með þeim. Hann hafi og verið fram úr hófi rellinn. HvaS sem því líður, var íslendingum vel við Eirík, og voru þeir stöðugir gestir í húsi hans og konu hans, frú Petrínu. Sá, sem þetta ritar, hefir heyrt ýmsar sögur af því, hvernig það hafði atvikazt, að Eiríkur fékk þessa stöðu, en þar eð ég veit naumast sönnur á þeim, skal ég ekki hafa þær eftir, heldur vil ég ljúka máli mínu með því að segja frá því eina skipti, sem ég sá Eirík, sem stúdent- ar köluðu annars Rúka; það var meS aftaka skringilegum atburðum og vona ég, aS enginn fyrtist við þá frásögu. ÞaS var um sumar. Foreldrar mínir sálugu bjuggu í útjaðri Kaupmanna- hafnar, og hef ég verið 9 eða 10 ára gamall, er þetta gerðist. Þá var það dag einn, er faðir minn var einn heima með mig, að skólabróðir hans kom í heimsókn; gerðu þeir sér nokkurn glaðning og urðu vel reifir, en báðir voru mennirnir hinir skemmtilegustu, er svo stóð á. Um síðir afréðu þeir að leigja sér vagn og aka niður á GarS að heimsækja Eirík. Ekki þorði faðir minn þó að skilja mig einan eftir heima, og tóku þeir mig því með, en ég var, eins og gefur að skilja, himinlifandi yfir að lenda í slíkri hofferð. Er ofan á Garð kom til Eiríks, voru þar ein- hver frekari teiti, og man ég lítið eftir því, en allt var það í sóma. Mér varS ákaflega starsýnt á Eirík; hann lá uppi í legubekk og voru báðir fætur hans vafðir járnreifum, því að hann var alltaf að fótbrotna og greri ekki um, en Petrína kona hans, sem var afar feit, að mér fannst, gekk um beina. Eiríkur mun þá hafa verið yfir sjötugt. Nú vildi það til, að Petrína skrapp í annað herbergi, og varð kunningi föSur míns henni samferða. Ekki voru þau fyrr búin að fella hurð að staf, en Eiríkur veltist skröltandi fram úr sóffanum og út að dyrunum; setti hann augað á skráargatiS og dvaldi þar góða stund. Er þau Petrína komu inn aftur, var Eiríkur æfur. ,,Jeg saa godt du kyssede ham“. (Ég sá vel, að þú kysstir hann), sagði karlinn við Petrínu. Nú virtist mér Petrína heldur ófrýnileg, en maðurinn hins vegar ungur og sélegur, enda snotur maður fram á gamals ár, svo ekki þarf að efa, að Eiríki hafi mis- sýnzt. En svo var atvikið afkáralegt, að jafnvel ég fór aS hlæja, þó að ég skildi það fyrst til fullnustu síðar. GuSfcr. Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.