Helgafell - 01.10.1946, Page 73

Helgafell - 01.10.1946, Page 73
1 KRISTJÁN ALBERTSON: Guðmundur Kamban og hans síðasta saga Grein þessi er skrifuð fyrir Helgafell vegna íslenzku útgáfunnar af síðustu skáldsögu Guðmundar Kambans, ,,Vítt sé ég land og fagurt“. I. Það var í apríl 1935, inni á Café Wien í Berlín, að Guðmundur Kamban sagði mér frá því, að sín næsta bók ætti að verða sagan af einu frækilegasta og harmlegasta afreki íslendinga til forna — tilraunum þeirra til landnáms í Vínlandi hinu góða. Það var auðfundið, að þetta efni heillaði hann, og seinna sagði hann oft, að þá bók hefði hann skrifað af mestri gleði. Um sumarið fór hann fyrst til Englands, til þess að lesa yfir ensku þýðinguna á S\álholti í próförk, en svo heim til íslands, í síðasta sinn. Hann sagði Árna Pálssyni frá hugmynd sinni, og taldi sig hafa haft mikið gagn af því viðtali, eftir það hefði þráður verksins skýrzt fyrir sér, og niðurlag þess verið ráðið. Svo skrifaði hann, á tveim vikum, á Stúdentagarðinum í Reykjavík, þar sem hann bjó, nákvæma efnisskipun sögunnar, kafla fyrir kafla. Seint á sumri kom hann aftur til Berlínar, til þess að dvelja þar um veturinn, viðaði að sér tugum binda um víkingaöldina og sögutímann, tók til óspilltra málanna við þann lestur, hóf jafnframt að rita söguna, og lauk því á næsta sumri. Bókin kom út á dönsku, þýzku og tékknesku og á ensku bæði í London og New York. íslenzk útgáfufyrirtæki, sem íhún var boðin, veittu daufleg og óákveðin svör, og það dróst, að bókin kæmi út á frummálinu. Sá dráttur hefur þó vafalaust orðið henni til góðs. Því síðasta veturinn, sem Kamban lifði, tók hann aftur fram íslenzka handritið af sögunni, próf- aði að nýju vandlega málfar og stíl, og gerði margar breytingar. Hann las um þessar mundir mikið af fornum bókmenntum, til þess að rifja upp orð- færi þeirra og drekka í sig anda norrænunnar enn að nýju. Hann vildi skrifa verk sitt á máli, sem væri í senn há-nýrænt, og bæri þó blæ af sögu- málinu foma — því máli, sem íslendingum alltaf mun finnast göfugast tungutak og svipmest. II. Bókmenntalegt gildi íslendingasagna er mjög misjafnt. Egla og Njála eru tveir hátindar í sagnagerð mannkynsins, en mikill hluti margra annarra sagna á sér tæpast annað listrænt gildi en stílinn einan, hið bragðgóða mál. Svo er t. d. um mestan hluta af sögnunum um landnám á Grænlandi og fund Vínlands. Sagan af vestursókn íslendinga, sigrum og ósigrum í nýrri heims-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.