Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 73
1
KRISTJÁN ALBERTSON:
Guðmundur Kamban og hans síðasta saga
Grein þessi er skrifuð fyrir Helgafell vegna íslenzku útgáfunnar af
síðustu skáldsögu Guðmundar Kambans, ,,Vítt sé ég land og fagurt“.
I.
Það var í apríl 1935, inni á Café Wien í Berlín, að Guðmundur Kamban
sagði mér frá því, að sín næsta bók ætti að verða sagan af einu frækilegasta
og harmlegasta afreki íslendinga til forna — tilraunum þeirra til landnáms
í Vínlandi hinu góða. Það var auðfundið, að þetta efni heillaði hann, og
seinna sagði hann oft, að þá bók hefði hann skrifað af mestri gleði.
Um sumarið fór hann fyrst til Englands, til þess að lesa yfir ensku
þýðinguna á S\álholti í próförk, en svo heim til íslands, í síðasta sinn. Hann
sagði Árna Pálssyni frá hugmynd sinni, og taldi sig hafa haft mikið gagn
af því viðtali, eftir það hefði þráður verksins skýrzt fyrir sér, og niðurlag
þess verið ráðið. Svo skrifaði hann, á tveim vikum, á Stúdentagarðinum
í Reykjavík, þar sem hann bjó, nákvæma efnisskipun sögunnar, kafla fyrir
kafla. Seint á sumri kom hann aftur til Berlínar, til þess að dvelja þar um
veturinn, viðaði að sér tugum binda um víkingaöldina og sögutímann, tók
til óspilltra málanna við þann lestur, hóf jafnframt að rita söguna, og lauk
því á næsta sumri.
Bókin kom út á dönsku, þýzku og tékknesku og á ensku bæði í London
og New York. íslenzk útgáfufyrirtæki, sem íhún var boðin, veittu daufleg
og óákveðin svör, og það dróst, að bókin kæmi út á frummálinu.
Sá dráttur hefur þó vafalaust orðið henni til góðs. Því síðasta veturinn,
sem Kamban lifði, tók hann aftur fram íslenzka handritið af sögunni, próf-
aði að nýju vandlega málfar og stíl, og gerði margar breytingar. Hann las
um þessar mundir mikið af fornum bókmenntum, til þess að rifja upp orð-
færi þeirra og drekka í sig anda norrænunnar enn að nýju. Hann vildi
skrifa verk sitt á máli, sem væri í senn há-nýrænt, og bæri þó blæ af sögu-
málinu foma — því máli, sem íslendingum alltaf mun finnast göfugast
tungutak og svipmest.
II.
Bókmenntalegt gildi íslendingasagna er mjög misjafnt. Egla og Njála
eru tveir hátindar í sagnagerð mannkynsins, en mikill hluti margra annarra
sagna á sér tæpast annað listrænt gildi en stílinn einan, hið bragðgóða mál.
Svo er t. d. um mestan hluta af sögnunum um landnám á Grænlandi og fund
Vínlands. Sagan af vestursókn íslendinga, sigrum og ósigrum í nýrri heims-