Helgafell - 01.10.1946, Side 74

Helgafell - 01.10.1946, Side 74
256 HELGAFELL álfu. hefur öldum saman beðið eftir sínu skáldi — og ekkert af skáldum síðari tíma var betur að því efni kominn en Guðmundur Kamban, sjálfur strandhöggsmaður og landaleitari, einn hinn hugrakkasti og metnaðarmesti af gáfumönnum Islands á síðari öldurn, og flestum þeirra líkari í lund, feðrum vorum á söguöld landsins. Hann átti trú gullaldar-íslendingsins á mátt sinn og megin. Hann átti kapp hans og hetjulund, hinn stælta, heita vilja og þá ofurdirfð, sem ekki lét sér í augum vaxa það, sem aðrir töldu ókleift, — hann átti líka hið harð- skeytta og viðureignar-illa í fari feðra vorra, hið óvægna skap, ef honum þótti, eða á móti blés. Hann var kynborinn niðji þeirra manna, sem forðum létu í haf frá íslandi til þess að afla sér fjár og frægðar, víkinganna, sem treystu á hjör sinn, og hirðskáldanna, sem hugðust að vinna sér dýra gripi og hefðarsæti með mætti orðsins. Hann átti þrá þeirra eftir stærra og glæsi- legra umhverfi en íslenzkum heimahögum, eftir ævintýrum afreksmanns í útlöndum, og ást þeirra á stórmannlegum háttum og á ytri prýði, fögrum klæðum, fögrum híbýlum — og frægu nafni. Dreymdi nokkurn stærri drauma en hann, tefldi nokkur djarfar allra þeirra manna, sem Einari Benediktssyni var gjarnast að kalla væringja nýja tímans ? Hver hefði átt að skilja betur en hann hugdirfð, vonir og ósigra landnemanna frá hinu liðfáa, máttarlitla þjóðfélagi á íslandi, sem fyrstir hvítra manna sigldu til Vesturheims til þess að byggja nýja heimsálfu — og urðu að gefast upp við það ? Hafði hann ekki sjálfur á unga aldri ætlað að nema Vínland hið góða, gerast fyrstur fslendinga skáld á höfuðtungu heimsins í hennar stærsta landi — og orðið að láta undan síga ? Var ekki sú uppgjöf líka ósigur afreksmannsins frá of lítilli og of afskekktri úteyjar- þjóð ? Þegar hann var ungur, hafði honum leikið hugur á að stunda nám í Oxford, og ef hann hefði átt kost á því, þá hefði hann orðið rithöfundur á enska tungu. En á þeim tímum taldi þjóð hans sig ekki hafa efni á því að hafa stúdenta sína við nám annars staðar en í Kaupmannahöfn, og með danskri hjálp. Kamban var of snemma á ferð í Vesturheimi — eins og forfeður hans fyrir níu hundruð árum. En kannske var hægt að ná marki sínu með því að halda áfram að þýða bækur sínar á dönsku. Kannske var hægt að leggja undir sig heiminn frá Danmörku, þar sem íslenzkir höfundar áttu betri aðstöðu en í nokkru öðru landi, sérstaklega gagnvart þjóðarleikhúsinu. Þangað hvarf Kamban aftur, eftir tveggja ára dvöl í New York, þar skrifaði hann bækur sínar á íslenzku og dönsku næstu sautján árin (1917—1934), og fékkst jafnframt við leikstjórn og filmstjórn, og var um skeið einn af leikstjórum konung- lega leikhússins í Kaupmannahöfn. Hann vann í Danmörku stóra sigra og beið tilfinnanlega ósigra, og smám saman urðu verk hans á þessum árum kunn út um Evrópu. En hann gat ekki til lengdar unað við hinar misjöfnu, oft kuldalegu viðtökur, sem verk hans fengu í Danmörku — hann fór að sjá eftir því að hafa flutzt þangað að nýju. Hálffimmtugur tekur hann sig upp og fer til Englands og ætlar nú öðru sinni að ná valdi á enskunni, ger-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.