Helgafell - 01.10.1946, Page 80

Helgafell - 01.10.1946, Page 80
262 HELGAFELL varbúinn að leggja fram fé fyrir þær. Tók þó nokkrar. Man eftir Lœrdóms- listajélagsritunum í alskinni í 15 bind- um, — Kvert ár innbundið fyrir sig, — á 30 eða 35 krónur. Grönlands hi- storiske Mindesmczr\er á 8 eða 10 krónur. Gefn var þar á 8 krónur. Lengi vel sá ég eftir því að fara þá ekki að ráðum Jóhanns, sem mér reyndist jafn- an vel. Oft var það á uppboðum eða í búð- um, að ég fékk bækur óbundnar eða varð að láta binda gamlar bækur að nýju, og varð mér bókband nokkuð kostnaðarsamt. Arinbjöm Sveinbjarn- arson bókbindari og bóksali batt um skeið fyrir mig, en mér þótti hann gylla illa bækur og hætti því viðskipt- um við hann, þótt hann annars væri hinn mætasti maður. Um þetta skeið sat inni í hegningar- húsinu í Reykjavík bókbindari, sem hafði gjörzt sekur um bréfafölsun. Vann hann þar að bókbandi og leysti það prýðilega af hendi, en gylla varð bækumar á bókbandsstofu. Var band þetta nær helmingi ódýrara en á bók- bandsstofum. Þessi maður batt mikið af bókum fyrir mig. Af þessum ástæð- um gat ég látið þá þegar binda tölu- vert af bókum mínum. Meðan ég dvaldi í Reykjavík, fram til ársins 1920, hélt ég áfram að safna bókum, voru það einkum ljóðmæli, rímur og riddarasögur, og svo auðvitað íslenzkum sagnaritum (sögu íslands) og íslenzkum þjóðsögum. Ymislegt bar við á bókauppboðum og í bókabraski, sem minnast mætti á, ef rúm leyfði. Voru oft „eljunnar glettur“ þar með mönnum, einkum ,,stórhákörlum“. Ásgeir heitinn Torfa- son sat uppi á leiksviðinu hjá uppboðshaldara, — en uppboðin voru haldin í ,,Gúttó“, — eins og áður var sagt, einstöku sinnum í Iðnó, — og gætti vel að fágætum bókum, einkum var honum hugleikið að ná í búnaðar- pésa, en sló ekki hendinni móti smá- kverum um annað efni, ef fágæt voru. Hann var oft umboðsmaður annarra við bókakaupin. Mátti treysta því, að hann stillti boð sín við hóf. Var hann hinn greiðviknasti við bókaútvegun alla. Hann mun fyrstur hafa hreinsað hér á landi gamlar og skitnar bækur. Man ég það, að ég hafði keypt Ævin- týri Magnúsar Grímssonar, en svo voru þau skitin, að varla var hægt að lesa titilblaðið. Ég fór til Ásgeirs heitins í raunum mínum. Hann kvað þarna mikil óhreinindi saman komin og vandasamt við að eiga, svo vel færi. Viku seinna afhenti hann mér kverið, þvegið og hvítt, nema gulleitur blettur á titilblaði. Sagði hann kver þetta eitt það versta viðureignar vegna fitu er var samfara óhreinindunum. Ég var hinn glaðasti og galt honum starfið með fágætum pésa. Við skiptumst á um pésa á köflum. Ásgeir reyndist mér prýðismaður. Á fyrri uppboðum.sem ég man eftir, voru þeir framarla nafnarnir Jón Þor- kelsson og Jón Borgfirðingur. Hvorug- ur girntist kaupa bækur dýru verði. Þó kom það fyrir, að doktornum hljóp kapp í kinn og lét þá ekki sinn hlut að óreyndu, en þó mun hann oftast hafa ætlað þar fótum sínum forráð, því aðmanna bezt þekkti hann verðlag íslenzkra bóka. Hætti hann stundum að bjóða í miðjum klíðum, svo mót- bjóðandi sat með bókina, stundum lít- ið ánægður, er ætlunin var sú ein, að spenna upp fyrir Doktor. Man ég það á bókauppboði eptir Sigurð Gauta, að Doktor varð lítt hýr á svip, er hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.