Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 85
BÓKAEIGN MÍN OG BÓKASÖFNUN
267
fram til 1605, en síðan er allt vitað um
feril hennar. í safni mínu er annað
eintak sömu bókar, sem nafnkenndur
maður hefur skráð nafn sitt á um
1700, en eigi hafa aðrir skrifað nöfn
sín á hana fyrri en eftir 1800.
Spegill eilíjs lijs, prentaður 1608,
ber með sér að hafa verið í eigu
breiðfirzkrar ættar á síðari hluta 17.
aldar og frameftir 18. öld. Hins vegar
er ekki kunnugt um feril þessarar
bókar á 19. öld. — Þá eru og í minni
eigu nokkrar bækur, er átt hefur Þor-
steinn Sigurðsson, sýslumaður í Múla-
sýslu á fyrir hluta 18. aldar.
Ferill ýmissa bóka, sem þessum eru
yngri, verður oft rakinn að mestu, en
ekki er auðið að fara hér langt í
upptalningu þeirra. Af Passíusálmun-
um, þýddum á latínu af sr. Kolbeini
Þorsteinssyni og prentuðum í Kaup-
mannahöfn 1778, á ég það eintakið,
sem Magnús Stephensen, síðar kon-
ferenzráð í Viðey, keypti á uppboðinu
eftir Jón Eiríksson konferenzráð. Þá
á ég einnig, svo dæmi séu nefnd,
nokkrar bækur frá Jóni sýslumanni
Thoroddsen og Páli amtmanni Mel-
steð. Af bókum nafngreindra eigenda
eru þó í mínu safni langflestar úr
dánarbúi Jóns rektors Þorkelssonar,
en venjulega stimplaði hann bækur
sínar. Þá orðtók hann einnig ýmsar
þeirra og taldi línur á hverri blaðsíðu,
en skrifaði fjölda þeirra við hverja
fimmtu línu. Eru margar bækur hans,
þótt óstimplaðar séu, auðkennilegar á
þessu, sem og af hinum málfræðilegu
athugasemdum, er hann oft skrifaði
í þær. Þá eru nokkrar af bókum mín-
um með áskrift höfunda eða útgef-
enda, stílaðri til nafngreindra manna,
innlendra eða erlendra.
Um flestar hinar eldri bækur er
það enn að segja, að oftast mun
torsótt að fá rakinn feril þeirra frá
upphafi nema helzt þeirra, er í kirkj-
um hafa geymzt, og skortir þó oftast
gögn fyrir því, hvenær þær hafi þang-
að komizt. En óneitanlega er gaman
að vita, hver átt hefur og lesið þá bók,
sem maður rýnir í hverju sinni, ekki
sízt þegar um eftirlætisbækur er að
ræða.
Þorsteinn Þorsteinsson.