Helgafell - 01.10.1946, Síða 86

Helgafell - 01.10.1946, Síða 86
JAKOB KRISTINSSON: Áfangar Sigurðar Nordals Þegar kunnugt varð, að ákveðið væri, að Helgafellsútgáfan gæfi út safn af prentuðum og óprentuðum erindum, ritgerðum og hugleiðingum, eftir Sigurð prófessor Nordal, þóttu það mikil tíðindi og góð, því að ekki getur vinsælli höfund og meir metinn en hann. Fyrsta bindi þessa safns, sem hlotið hefur nafnið Áfangar, kom út haustið 1943, eins og kunnugt er. Allur frá- gangur þess er góður og eitt nálega einstakt: Ég minnist þess ekki að hafa rekið mig á nokkra einustu prentvillu í bókinni. Það sýnir, hverju má koma til leiðar, ef vandvirkni er næg og höf- undur og útgefandi samtaka. Bókin er 296 blaðsíður að meðtöld- um formála og efnisyfirliti. Henni er skipt í tvo hluta. Er fyrri hlutinn út- varpserindin Líf og dauði ásamt eftir- mála, og ná þessi ritverk yfir þrjá fimmtu af blaðsíðutölu bókarinnar. í seinni hlutanum eru aðrar hugleiðing- ar, átta saman, um ýmiss konar efni og frá ýmsum tímum, sumar tuttugu ára gamlar, og hafa allar nema hin síðasta verið prentaðar áður. Ekki verður þess þó vart, að hér séu gamlar lummur á borðum. Hugsanirnar, sem mæta manni, eru ferskar, að lang- mestu leyti óháðar stund og stað og þrungnar af lífssannindum, sem alltaf eiga erindi til ófullkominna manna. Það eru aðeins þessar átta hugleið- ingar, sem hér verða gerðar að umtals- éfni. Utvarpserindin, Líf og dauða, hleyp ég yfir sökum þess, að sérstakt greinarkorn mun koma frá mér um þau. 1. Fyrsta hugleiðingin í seinni hluta Áfanga I. er Dialelitisl^ efnishyggja. Hugleiðingin er svar til Björns Franz sonar vegna nokkurra atriða í umsögn hans í Tímariti Máls og menningar 1941 um bók Sigurðar Nordals, Líf og dauða, sem þá var nýkomin út. Er þessi hugleiðing í rauninni eftirmáli erinda og eftirmála þeirrar bókar. Er því álitamál, hvort ekki hefði átt betur við.að þessum nýja eftirmála hefði ver- ið skipað í aftasta sæti fyrra hluta bók- arinnar, en ekki í fyrsta sæti í seinni hlutanum, sem honum er ekki nærri eins nákominn. Þetta skiptir þó engu máli. Björn Franzson hafði í nefndri um- sögn sinni gert athugasemdir við um- mæli Sigurðar Nordals (nafn hans hér eftir skammstafað: S.N.) um efnis- hyggjuna og forvígismenn hennar og taldi, að honum hefði fatazt þar og orðið fótaskortur í réttri hugsun. Yms- ar athugasemdir, sem S.N. hafði gert viðvíkjandi andlegri reynslu, urðu og Birni Franzsyni hálfgerð hneykslunar- hella.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.