Helgafell - 01.10.1946, Side 87

Helgafell - 01.10.1946, Side 87
ÁFANGAR SIGURÐAR NORDALS 269 Svar S.N. er frábsert, bráðskemmti- legt og ritað af svo mikilli rökfimi og skarpleik, að það minnir á rökvísi Sókratesar. Er næsta ólíklegt.að nokk- rum þyki hann bera skarðan hlut frá borði. Verður manni ósjálfrátt að óska eftir meiru af álíka skarplegum og prúðmannlegum rökræðum um sams konar efni. 2. Næst kemuryndisleg hugleiðing eða, ef til vill engu síður lofgerð um Maríu guðsmóður, sem ,,hefur verið ein af þeim þúsundum þúsunda af mæðrum, sem hafa alið og undrazt — elskað án þess að þekkja, þolað án þess að skilja“, eins og höfundurinn kemst að orði. Hann minnist fyrst á traustið og elskuna, sem kaþólskir menn bera til Maríu guðsmóður. í kapellu hennar ,,er beðið um allt, stórt og smátt, frá eilífri sáluhjálp til veraldlegra smámuna............Ekkert er of há- leitt til þess að bera það fram í bæn til drottningar drottninganna“. Hins vegar er líka auðveldara að leita til hennar um það, sem mönnum finnst of hversdagslegt til þess að biðja guð um. „Hvarvetna í kaþólskum sið er hún í raun og veru aðalguðinn“. Því næst eru hugleidd hin undur- samlegu örlög, sem minningu hennar hefur hlotnazt: Kona fátæks trésmiðs í einu þorpi Gyðingalands er, þegar fram líða stundir, tekin í guða tölu. Riddarar ganga í þjónustu hennar, skáldin yrkja um hana, og listamenn helga henni störf sín. „Hendur og tunga dýrka hana á hvers konar hátt. . . . . í fimm aldir, frá Einari Skúla- syni til Einars Sigurðssonar, er lof- söngur hennar óslitinn í íslenzkum bókmenntum”. Því fer fjarri, að höfundurinn ætli, að mannkynið hafi „smækkað á því að taka dauðlega konu í guða tölu og veita henni slíka þjónustu“. Honum þykir enginn vafi á því, að sá, sem tignar af hreinu hjarta, opnar huga sinn fyrir undrun og aðdáun, hljóti að vaxa við það, enda þótt hann beini ekki bænum sínum til guðs allsherjar. „Betra er að lúta stokkum og steinum en lúta ekki neinu. Af öllum átrúnaði er sá verstur að vita ekkert meira en sjálfan sig“. Og höfundurinn spyr, hvað menn þekki dásamlegra en ást móðurinnar. „María guðsmóðir“, segir hann, „sem kremur höggorminn undir fót- um sér, er Eva, sem um þúsundir ára hefur fætt börn sín með harmkvæl- um, alið þau á bróstum sínum og um- hyggju og margbætt svo fyrir yfirsjón sína, að hún er tekin í guðatölu“. Og honum þykir engin dýrkun geta verið réttmætari en sú, sem Maríu guðsmóður hlotnast. Þegar ég las þessa hugleiðing í Eimreiðinni fyrir nálega 20 árum, varð ég einkennilega djúpt snortinn. En við lestur hennar nú fann ég til enn dýpri gleði — eins og með henni væri verið að greiða fyrir okkur ís- lendinga gamla þakkarskuld, sem eng- inn hefur að vísu gengið eftir, nema þá .eitthvað í okkur sjálfum; því að það er nú svona, hvort sem það er tekið að erfðum eða aðrir leyniþræðir valda, að í hjörtum sumra okkar eimir enn eftir af elskunni til Maríu guðsmóður. Og er það nokkuð undar- legt ? „Móðir guðs og blessun þjóða“ hefur sennilega verið elskuð meir og heitar á íslandi en nokkur annar guð. Til hennar virðist landsfólkið hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.