Helgafell - 01.10.1946, Page 90

Helgafell - 01.10.1946, Page 90
272 HELGAFELL um, sem vér höfum ekki áður gefið gaum, og þá geta erlend og innlend reynsla tekið höndum saman að auðga þjóðina án þess að losa um rætur hennar". Þetta eru sannmæli, sem hver Is- lendingur ætti að innræta sér vel og breyta þar eftir. Greinin er einkar frumleg og hin þarfasta hugvekja. 5. Samlagning er grein um mælinga- faraldur nútímans, sem höfundurinn veitist harðlega að og telur sumu hinu bezta í menningu okkar stafa hætta af. Hann getur fyrst hins og annars efnislegs, sem leggja megi saman. Ur fjórum einingum megi t. d. gera ferfalt stærri einingu. En þegar um lifandi verur, menn og aðra ein- staklinga, sé að ræða, verður þetta ekki gert, enda þótt samlagning lík- amskrafta eigi sér stað. Og þegar komi til samlagningar hinna andlegu krafta manna, fari málið að vandast, því að við kunnum engin ráð til þess að leggja þá hluti saman, og svo getur meira að segja farið, að samlagningin snúist í frádrátt. Er vitnað þessu til stuðnings í orð Platóns: ,,Það hef ég oft undrazt, Aþenumenn, að þér eruð skynsömustu menn, þegar ég tala við yður hvern um sig, en þegar þér kom- ið allir saman, hagið þér yður eins og fáráðlingar“. Þá leiðir höfundurinn rök að því, að ekkert fé geti borið þúsundfaldan ávöxt nema það, sem gengur í þjón- ustu andlegra hluta. Og um frjósemi andans segir hann meðal annars þessi spaklegu orð. „Mörgum manni hættir við að spara sjálfan sig og minnast hins alkunna stærðfræðilögmáls: Það eyð- ist allt, sem af er tekið. En undir eins og kemur yfir á landamærasvið efnis og anda, hið lífræna svið, kem- ur fram segulskekkja í áttavita töl- vísinnar. Steinn og málmur slitna seint, en slitna bótalaust. En lífið bætir oft slit og áreynslu tvennum eða þrennum gjöldum. Það rýrnar og hrörnar við sparnað, en magnast við slit og auðgast við örlæti. Ef menn eru svo gætnir og sínkir, að þeir tíma ekki að segja né skrifa hugsanir sínar, rýmist aldrei til í hug- anum. Hugsanir verða ekki fyrndar eins og hey eða smjörbelgir. Afleið- ingin verður sú ein, að menn tönnlast á því sama við sjálfa sig alla ævina, snúast í tjóðurbandi endurtekninga og verða þröngsýnir sérvitringar". Þessu næst snýr höfundurinn sér al- veg að mælingunum. Segir hann að sú stefna sé nú mjög ofarlega í heimin- um, að allt eigi að mæla og ekki verði felldur öruggur dómur um neitt, nema hann sé á tölum reistur. Þetta sé lofsvert, ef það sé rétt skilið og í hófi haldið og sjálfsagt að mæla sem réttast allt, sem mælt sé. ,,En um leið verður að gera sér ljóst“, segir hann, ,,að sumt verður aldrei mælt, einmitt af því, að lög tölvísinnar ná ekki til þess og mælingin er hagnýt stærð- fræði. Og þetta sumt er einmitt hið verðmætasta í tilverunni. Allar slíkar mælingar verða því torsóttari sem ofar dregur. 1 sálarfræðinni verður mælingum komið við um einföldustu viðbrigði og skynjanir, um vissar teg- undir næmi og minnis. En enginn kann að mæla frumleik í hugsun, göfgi tilfinninga né siðferðisþrek. Þar verða menn eftir sem áður að baslast áfram með hinn talnalausa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.