Helgafell - 01.10.1946, Page 94

Helgafell - 01.10.1946, Page 94
276 HELGAFELL til náms eSa starfs en þefykingu, /junn- áttu og leikni, sem menn hafi aflað sér í ýmsum greinum með mismun- andi ástundun og viS misjöfn náms- skilyrSi.og séuþví frekarmælikvarSi á, hvaS nemandinngeturlært en hvað hann hejur lært; aS þeim sé beitt á nákvæm- lega sama hátt viS alla og sömu regl- um alls staSar fylgt viS mat á úrlausn- um. og leyfi prófin þess vegna sam- anburð fjölda margra manna á örugg- ara grundvelli en flest önnur próf; aS meðalgildi úrlausnanna sé fundið fyrir hvert aldursskeið og fyrir hverja þraut, samkvæmt úrlausnum fjölda margra einstaklinga, og leiðir af því, að hægt er að sjá, hvernig úrlausnir einstakl- ingsins eru miðað við aldur eða röð, hve mikið hann er á undan eða eftir sínum aldri. — Þó að sjálfsagt hafi þótt aS tylla nokkru á klakkinn móti ótrú S.N. á sumum mælinganna, er ég honum al- gerlega sammála um það, sem í raun og veru er meginatriði greinar hans og dýpsta undiraldan frá upphafi til enda. MeginatriSiS er fólgið í tvíþættri viðvörun til þjóðarinnar. Gleymdu því aldrei, að sumt verður ekki mælt og að þetta sumt er einmitt hið verðmæt- asta í tilverunni. Varastu að glata nokkrum þrautreyndum, þjóðlegum verðmætum eða láta þau í skiptum fyrir önnur erlend, sem eigi eru betri kostum búin. Og er nokkuð til, sem jafnmikil þörf er á, að brýnt sé fyrir þjóðinni og einmitt þetta ? Því að þegar fyrra atriðið er að fullu gleymt og hið síð- ara að engu haft, þá eru dagar henn- ar taldir. 6. Viljinn og Verþih er hugleiðing um innblástur og kvæðagerð og jafnframt skýring S. N. á því, hvers vegna mat höfundar og lesanda á sama verki sé stundum svo gerólíkt. S.N. heldur því fram, aS innblástur sé ekki eins fágætur og margur held- ur. Margur sé skáld, þótt hann yrki ekki. Það, sem greinir skáldið frá öðr- um mönnum, sé ekki einungis anda- giftin, sem þau kunna að eiga á hærra stigi en almennt gerist, heldur viljinn og mátturinn til þess að láta hana í ljós með þeim hætti, að innblástur þeirra verði endurvakinn hjá lesandanum. Sumir eigi innblástur og vilja til þessa, en bresti máttinn. Þetta séu smá- skáldin og leirskáldin. Þau skrifi og skrifi, en kvæði þeirra fari inn um annað eyra lesandans og út um hitt, eins og hver annar hávaði. En sjálf verði þessi smáskáld hrifin af orðum sínum og þurfi alls ekki að vera skyni skroppin til þess, því aS hér komi til greina tengsl minninga og tilfinninga. Þegar þessi skáld lesi sjálf ljóS sín eða önnur rit, veki þau fyrir mátt hugartengslanna hjá þeim endurminn- ingu þeirra sælustunda, sem andinn var yfir þeim. Þess vegna finnist þeim ljóðin hrífandi og geti ekki skilið annað en svo sé, þótt þau verði venju- legum lesanda ekki annað en hvim- leitt gjálfur. — Loks séu svo hinir fáu útvöldu, góðskáldin og þjóðskáldin, sem virðist eiga allt í senn, anda- giftina, viljann og máttinn. Þau knýji hvern góðan lesanda til þess aS endurlifa það, sem þau hafi sjálf fundið. Ekki takist þeim þetta þó allt- af. Verk þeirra verði misjöfn, og þeim muni oft finnast, að hið dásamlegasta, sem fyrir þeim vakti, hafi þeir aldrei getað sagt til hlítar. Auk þessa geti svo aldarandi og umhverfi búið miklu skáldi þau skilyrði, er fæstum eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.