Helgafell - 01.10.1946, Síða 97
ÁFANGAR SIGURÐAR NORDALS
279
inngróna siðfágun, kurteisi, sem kemur
að innan og gerir sömu kröfu til
manns, hvort sem hann er einn eða í
flokki annarra, hárra eða lágra.
Höfundurinn bendir á, að sá maður,
sem slaki til á kröfum til framgöngu
sinnar vegna þess, að hann sé einn
eða þurfi ekki að vanda hana fyrir
það umhverfi, sem hann býr við í
svipinn, sé ekki prúðmenni. Tilslök-
unin sýni, að honum sé ekki runnin
virðingin fyrir sjálfum sér í merg og
bein. En hið ytra atferli orki smám
saman á hugsunarhátt manna, hvort
sem það sé prúðmannlegt eða rudda-
legt, gott eða illt og hvort heldur sem
þeir séu einir eða á þeim hvíli augu
annarra.
Þá talar höfundurinn um sanna og
falsaða kurteisi. í sannri kurteisi komi
fram nærgætni við tilfinningar ann-
arra, virðingin fyrir persónu þeirra. Ef
sú virðing sé studd lífsskoðun, sem
miði enn hærra, við eilíft gildi hverr-
ar mannssálar, komist kurteisin á
hæsta stig sitt. Kurteisin sanna komi
að innan. FölsuS kurteisi sé hins vegar
sauðargæra ísmeygilegrar ljúfmenn-
sku, sem úlfurinn getur hulið sig í um
stundar sakir. En jafnan leiti það
út að lokum, sem inni fyrir býr.
HöfSingjasleikjan, lýðskrumarinn og
hræsnarinn komi alltaf upp um sig á
endanum.
Þá fer höfundurinn nokkrum orðum
um afstöðu íslendinga til útlendinga
og framkomu þeirra gagnvart setu-
liðinu, og getur þess, að sagt hafi
veriS, að íslendingar hafi aldrei fyrr
átt annað eins tækifæri til þess að
fræða fjölda erlendra manna um land
og þjóð. Hitt gæti þó orðið drýgra til
langframa, að hugfesta að þetta er
tækifæri til þess, að þjóðin geri at-
huganir á styrk sínum og veikleika.
Og eitt af því, sem mest reyni á í
samskiptum íslendinga við hiS erlenda
setulið sé einmitt háttvísi þeirra. En
gagnvart setuliðinu sé öll óþörf stima-
mýkt og þjónustusemi jafnmikil fjar-
stæða og ýfingar við einstaklinga þess.
Og framar öllu sé hvers konar rudda-
skapur, við hvern sem hann kemur
fram, alltaf jafnframt dónaskapur við
sjálfan sig og merki veikleiks en ekki
styrkleiks.
AS lokum minnir höfundurinn svo
á það, að hér á landi komi fyrir furðu
mörg dæmi þess, hversu menn geta
lagzt lágt í einrúmi, þegar þeir vita,
að enginn sér til þeirra. Eitt af því,
sem alkunnugt sé, sé skemmdarfýsn
sú, sem kemur fram í meðferS á sælu-
húsum og ýmsum eignum, sem enginn
er til þess að gæta. En það er ekki
glötun efnislegra verðmæta, sem höf-
undinum þykir mestu skipta og tekur
svo sárt, heldur hinn arftekni vesal-
dómur gamallar kúgunar, fátæktar,
hræsni og rangsnúins uppeldis, sem
slíkur verknaður ber vitni um. ,,Hann
er um fram allt svívirðing mannsins,
sem veldur honum, á sjálfum sér“.
Og þó eru önnur verk enn verri:
„steinkast og skítkast úr skjaldborg-
um hinna pólitísku flokka að stofnun-
um, mönnum og málefnum — rógur,
sem lætt er út úr skúmaskotum nafn-
leysisins — lygar, sem dafna í skálka-
skjóli sljóvglaðrar dómgreindar almenn-
ings. ÞaS er almælt, að sumir forráða-
menn hins brezka setuliðs hér á landi
hafi kvartað yfir því, að þeir hefðu
ekki frið fyrir íslenzkum sögusmettum
og rægirófum, sem vildu knekkja á
löndum sínum með alls konar ,,upp-
ljóstrunum“. Hvers er að vænta ? Er
það ekki dagleg iðkun þjóðrækninnar