Helgafell - 01.10.1946, Side 99

Helgafell - 01.10.1946, Side 99
ÁFANGAR SIGURÐAR NORDALS 281 Á vígvöllunum ríkir takmarkalaus fyrirlitning á tímalengd mannslífs- ins, en í hjúkrunarstöðvunum, bak við víglínuna, ríkir hins vegar takmarka- laus virðing fyrir þessari tímalengd, og hún er eini mælikvarðinn, sem mannslífið er miSað við þar. Þá virðir höfundurinn fyrir sér spurninguna um það, ,,hvort ekki sé siðferðilega réttmætt og eigi jafnvel að vera lagalega leyfilegt, að læknar stytti mönnum aldur, ef einsætt sé, að að lífið er orðið þeim og þjóðfélag- inu gersamlega einskis virði, ekkert annaS en vonlaus og gagnslaus kvöl“. Höfundurinn er þessari skoðun alveg fráhverfur og færir fram gild rök fyrir því, hvers vegna hann sé það. Og hann bendir á, að virðingin fyrir mannslífinu sé þrátt fyrir allt ein sterkasta taugin í siðavitund nútíma- manna, sem líta svo á, að enginn hafi leyfi til að stytta sjálfum sér eða öðrum aldur. Þó aS fráleitt geti virzt, að segja þetta um þær kynslóðir, er heyja hverja heimsstyrjöldina eftir aðra, sé virðingin fyrir hráefni manns- lífsins, mældu í tíma, eiga að síður til, og starfsemi hjúkrunarsveitanna sé trú- arjátning þessarar lífsskoðunar. Þá snýr höfundurinn sér alveg að íslenzku þjóðinni. Hvernig er afstaða hennar til þessa máls ? Metur hún al- mennt lífslengd mannsins á sama hátt og Jónas Hallgrímsson gerði ? Um- hyggja og virSing fyrir mannslífinu ættu að minnsta kosti að geta notið sín ótruflaðar í landi, þar sem þjóðin er vopnlaus og morð og banatilræði koma örsjaldan fyrir. En ef litið er ekki á málið frá sjónarmiði lífslengd- arinnar einu saman, heldur er líf og dauði metiS á mælikvarða verulegs lífs og daglegs dauða, verður fljót- lega skiljanlegt, ,,að hér er einnig víglína, vígvöllur fyrir framan hana og lífsvernd að baki hennar. MeSal vor er líka gínandi djúp staðfest milli aðstæðna þess, sem gerist á tvenns konar vettvangi“. Þegar maður veik- ist og er kominn undir læknishendur, er flest fyrir hann gert, sem í mann- legu valdi stendur. Hins vegar er sorg- legur munur á því, hvemig hugsaS er um fjársjúka, og hinu, sem gert er til þess aS halda viS heilsu hinna heilbrigðu. ,,En einkanlega er ósam- ræmiS hryllilegt“, segir höfundurinn ,,ef gætt er annars vegar löngunar manna til þess að lifa sem lengst og hins vegar ástundunar þeirra að lifa af alefli, meðan lífið endist, nota tíma sinn og þá krafta og hæfileika, sem þeim eru gefnir, út í æsar....... Ég held, að hér á landi fari fram mannfórnir og manndráp í stærri stíl en vér leyfum oss að sjá og skilja, þótt aðferðir séu tilsýndar með öðrum hætti en í fólkorustum”. Höfundurinn segir, að þetta sé miklu margbrotnara mál en svo, að unnt sé að nefna nema örfá dæmi. Hann nefnir tvennt, sem okkur sé bersýnileg nauðsyn öðrum þjóðum framar: að leggja rækt við, að þjóð- inni verði sem mest úr hverjum ein- staklingi og að gæta fjárhags okkar með ýtrustu varúð. En á því séu miklir misbrestir, að íslendingar skilji skyldu sína og köllun í þessu efni. Þunga- miðja þjóðlífsins sé nú flutt úr sveit- um í bæi og einkanlega til Reykja- víkur. Vilji hann nefna tvær höfuð- syndir, sem þar séu drýgðar og smá- þjóð megi einna sízt drýgja: illa með- ferð á fé og tíma. ,,Ef Reykjavíkingar stýra peningum*', segir höfundurinn, „hættir þeim við að hugsa eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.