Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 99
ÁFANGAR SIGURÐAR NORDALS
281
Á vígvöllunum ríkir takmarkalaus
fyrirlitning á tímalengd mannslífs-
ins, en í hjúkrunarstöðvunum, bak við
víglínuna, ríkir hins vegar takmarka-
laus virðing fyrir þessari tímalengd,
og hún er eini mælikvarðinn, sem
mannslífið er miSað við þar.
Þá virðir höfundurinn fyrir sér
spurninguna um það, ,,hvort ekki sé
siðferðilega réttmætt og eigi jafnvel
að vera lagalega leyfilegt, að læknar
stytti mönnum aldur, ef einsætt sé, að
að lífið er orðið þeim og þjóðfélag-
inu gersamlega einskis virði, ekkert
annaS en vonlaus og gagnslaus kvöl“.
Höfundurinn er þessari skoðun alveg
fráhverfur og færir fram gild rök fyrir
því, hvers vegna hann sé það. Og
hann bendir á, að virðingin fyrir
mannslífinu sé þrátt fyrir allt ein
sterkasta taugin í siðavitund nútíma-
manna, sem líta svo á, að enginn
hafi leyfi til að stytta sjálfum sér
eða öðrum aldur. Þó aS fráleitt geti
virzt, að segja þetta um þær kynslóðir,
er heyja hverja heimsstyrjöldina eftir
aðra, sé virðingin fyrir hráefni manns-
lífsins, mældu í tíma, eiga að síður til,
og starfsemi hjúkrunarsveitanna sé trú-
arjátning þessarar lífsskoðunar.
Þá snýr höfundurinn sér alveg að
íslenzku þjóðinni. Hvernig er afstaða
hennar til þessa máls ? Metur hún al-
mennt lífslengd mannsins á sama hátt
og Jónas Hallgrímsson gerði ? Um-
hyggja og virSing fyrir mannslífinu
ættu að minnsta kosti að geta notið
sín ótruflaðar í landi, þar sem þjóðin
er vopnlaus og morð og banatilræði
koma örsjaldan fyrir. En ef litið er
ekki á málið frá sjónarmiði lífslengd-
arinnar einu saman, heldur er líf og
dauði metiS á mælikvarða verulegs
lífs og daglegs dauða, verður fljót-
lega skiljanlegt, ,,að hér er einnig
víglína, vígvöllur fyrir framan hana
og lífsvernd að baki hennar. MeSal
vor er líka gínandi djúp staðfest milli
aðstæðna þess, sem gerist á tvenns
konar vettvangi“. Þegar maður veik-
ist og er kominn undir læknishendur,
er flest fyrir hann gert, sem í mann-
legu valdi stendur. Hins vegar er sorg-
legur munur á því, hvemig hugsaS
er um fjársjúka, og hinu, sem gert er
til þess aS halda viS heilsu hinna
heilbrigðu. ,,En einkanlega er ósam-
ræmiS hryllilegt“, segir höfundurinn
,,ef gætt er annars vegar löngunar
manna til þess að lifa sem lengst og
hins vegar ástundunar þeirra að lifa af
alefli, meðan lífið endist, nota tíma
sinn og þá krafta og hæfileika,
sem þeim eru gefnir, út í æsar.......
Ég held, að hér á landi fari fram
mannfórnir og manndráp í stærri stíl
en vér leyfum oss að sjá og skilja,
þótt aðferðir séu tilsýndar með öðrum
hætti en í fólkorustum”.
Höfundurinn segir, að þetta sé
miklu margbrotnara mál en svo, að
unnt sé að nefna nema örfá dæmi.
Hann nefnir tvennt, sem okkur sé
bersýnileg nauðsyn öðrum þjóðum
framar: að leggja rækt við, að þjóð-
inni verði sem mest úr hverjum ein-
staklingi og að gæta fjárhags okkar
með ýtrustu varúð. En á því séu miklir
misbrestir, að íslendingar skilji skyldu
sína og köllun í þessu efni. Þunga-
miðja þjóðlífsins sé nú flutt úr sveit-
um í bæi og einkanlega til Reykja-
víkur. Vilji hann nefna tvær höfuð-
syndir, sem þar séu drýgðar og smá-
þjóð megi einna sízt drýgja: illa með-
ferð á fé og tíma. ,,Ef Reykjavíkingar
stýra peningum*', segir höfundurinn,
„hættir þeim við að hugsa eins og