Helgafell - 01.10.1946, Side 104

Helgafell - 01.10.1946, Side 104
286 HELGAFELL Hún rétti úr sér, svo skyndilega og rösklega, að mér hnykkti við, og bros- ið varð svo lifandi, að ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Hafði hún viljandi gert sig ellilegri en hún var — eða höfðu leyndir kraftar allt í einu hrokkið upp við þennan óvænta atburð, að maður hafði yrt á hana og spurt hvernig henni liði ? Beiskjan var horfin úr svipnum. — Maður má ekki kvarta, sagði hún í ákveðnum róm. Það er það eina sem ekki má. Hún þokaði sér einu skrefi nær mér, og ég fann af henni vínlykt. Svo sagði hún með alvöru, og lækkaði róminn, eins og hún væri að trúa mér fyrir mikilvægum hlutum: — Guð einn veit, hvað mikið hann vill leggja á hvern okkar. Það er ekki okkar sjálfra að dæma um það. Það kemur fyrir, að ég verð beisk, ég játa það — og það er það eina, sem ég bið guð að fyrirgefa mér! Allt annað má hann dæma sem hann vill. Að verða beisk, það er að vantreysta guði! Hef ég rétt fyrir mér ? Maður á að treysta honum, líka, þegar hann uppfyllir ekki bænir manns — það er það, sem ég alltaf segi .... Nei, hún sagðist ekki mega kvarta, Ekki þyrfti hún lengur að sofa undir berum himni. Raunar væri margt verra en að sofa undir Signu-brúm á sumrin, meðan nótt væri hlý. Ef maður væri í nokkurn veginn þokkalegum félags- skap. Nú svæfi hún í horni í litlu háaloftsherbergi. Hjá gamalli þvotta- konu. Hún leyfði henni það af tómum brjóstgæðum, ekki mætti minnast á borgun. Þær hefðu kynnzt á kirkju- tröppunum, eftir messu. Þegar ég spurði, hvort bærinn hefði ekki ein- hverjar vistarverur fyrir fólk, sem hvergi ætti inni, þá hrökk sú gamla aftur á bak og fussaði. Jú, það ætti víst svo að heita. En meiri óþrifabæli væru ekki til á jarðríki! Fletin full af fló og lús ! Margur iðraðist þess alla ævi að hafa sofið þar eina nótt. Eitt af því, sem hún gæti aldrei fullþakkað guði, væri það, að hún hefði í tæka tíð verið vöruð við því að sofa á næt- urhælum Parísarborgar. Hún sagði mér, að til væru veitinga- hús, þar sem fátæklingum væru gefn- ar matarleyfar eldhúsmegin — en allt slíkt væri stopult, og hvergi mætti maður koma of oft. — En svo getur líka hitzt svo á, að eigandinn sé í góðu skapi og segi: Hérna systir Marta — glas af koníaki! Og þegar hann sér, hvað mér verður gott af því, hellir hann kannske aftur í glasið. Og þér megið trúa mér, það er þess sem maður þarf, þegar maður er orðinn gamall. Hún fékk hóstakast, greip báðum 'höndum fyrir brjóstið, missti prikið á götuna. Það var langur klepróttur kerl- ingarhósti, hún stundi þungan ogþurrk- aði augun með handarbakinu milli hviðanna, læsti svo aftur örmunum um brjóstið, eins og það ætlaði að springa undan átökunum. Þegar ósköpin voru um garð gengin rétti ég henni stafinn. Hún þakkaði mér, og kinkaði í kveðju- skyni. Aftur færðist doði yfir drættina, víman var runnin af henni, og hún sagði lágt, með sárindum í hálsinum: — Þetta er engin heilsa. Ég ætti að vera dauð fyrir löngu .... II. Eitt kvöld eftir miðnætti kom ég niður Boulevard St. Michel, það var strjálingur af fólki á götunum, veðrið milt og hljótt í lofti. Fyrir utan eitt af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.