Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 105

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 105
SYSTIR MARTA 287 kaffihúsunum stendur kona í bardaga- stellingum, með gleitt milli fóta og staf á lofti, hún er drukkin og reiÖ og laetur dæluna ganga yfir litlum, kubbs- legum þjóni, sem hefur rekið hana út. Hann hefur staðnæmzt fyrir utan dyrn- ar, með báða hnúa á mjöðmum, reiðu- búinn að taka á móti henni, ef hún skyldi leita inngöngu að nýju, en hún stendur úti á miðri götu til þess að hafa meira svigrúm. Ræðan heyrist langar leiðir í næturkyrrðinni, hún er flutt af þeim geðríka ofsa, því logheita streym- andi hljómmagni, sem franskan enn getur átt á vörum múgsins, þegar hann reiðist. Það er ákæra, heróp og bölbæn í þessum óm, hann er sem blæðandi kvika mitt í vígamóð áhlaupsins, því hann hefur fæðzt úti á víðavangi, í lúðraþyt og stórskotaþrumum, á ör- lagastundum Frakklands, og seinna lyft franskri mælsku til flugs í þing- sölum byltinganna. Það er systir Marta sem talar ! Koní- akið hefur svipt af henni ellibelgnum, og hún hefur færzt í ásmegin — ýmist skekur hún stafinn í tryllingi eða lyft- ir honum með teinréttum glæsileik, eins og herforingi.sem gengurfram fyr- ir skjöldu í orustu með brugðnu sverði. Fólk stanzar á götunni og hlustar á mögnuðustu fáryrði frönskunnar dynja á þjóninum, — þetta er rödd þjóðar- innar, hin gallíska gríð frá brjósti lýðs- ins! — Hvað á maður að gera ? segir þjónninn við þá, sem næstir standa, og baðar út höndum. Það er ekki hægt að hafa við barinn fulla konu, sem er að nauða á gestunum að gefa sér drykk. — Hver hefur kvartað yfir mér — misérable! segir konan. Viltu svara! Enginn ! Það er til margur góður dreng- ur, sem ekki lætur sig muna að borga lítið glas fyrir gamla, fátæka konu — en þetta skilur þú ekki — vesæli pjakk- ur! Horfðu á mig! Heldur þú að ég hafi kveinkað mér við að láta hendur standa fram úr ermum, meðan ég var og hét ? Þú ættir skilið að enda eins og ég, með slitnar og þjáðar taugar, og vera hent út á götu, þegar þú biður um það eina sem getur friðað kvalir þínar! Ég á rétt á því að kvalir mínar séu sefaðar ! Ég spyr þig aftur — hver hefur kvartað yfir mér ? Geturðu svar- að ? Salaud ! — Hypjið þér yður heim, madame, og sofið þér úr yður, sagði þjónninn, yppti öxlum og fór inn. En konan var eins og gæðingur, sem getur ekki stöðvað sig á sprettinum, hún sneri máli sínu að áheyrendum: — Hvílík smán! Hver tekur þenn- an peia í karphúsið, svo að hann muni eftir því ? Ungu fransmenn, hvar eru ykkar hjörtu — hvar er ykkar mann- skapur ? Hvers konar blóð rennur í æðum ykkar ? Hver ykkar getur séð gamalli, heiðarlegri konu misboðið án þess að verða æfur — sleppa sér ! Áður fyrr voru til drengir — með ærlegar taugar ! En nú ? Hvar eru þeir nú ? Smám saman varð ræðan að mátt- lausu rausi, móðurinn var þrotinn. Tveir lögreglumenn gengu fram hjá og létu kerlinguna eiga sig, og fólk tíndist burtu. Hún gekk upp að hús- veggnum, hóstaði lengi og ákallaði guð með grátkenndum stunum. Svo kom hún auga á mig, og þekkti mig. — A — minn kæri herra, sagði hún þreytulega, það var sú tíðin, að mig hefði ekki munað um að taka svona væskil í bóndabeygju, og láta hann biðja mig kjökrandi um að sleppa sér aftur. Og enn myndi ég geta ruslað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.