Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 105
SYSTIR MARTA
287
kaffihúsunum stendur kona í bardaga-
stellingum, með gleitt milli fóta og
staf á lofti, hún er drukkin og reiÖ og
laetur dæluna ganga yfir litlum, kubbs-
legum þjóni, sem hefur rekið hana út.
Hann hefur staðnæmzt fyrir utan dyrn-
ar, með báða hnúa á mjöðmum, reiðu-
búinn að taka á móti henni, ef hún
skyldi leita inngöngu að nýju, en hún
stendur úti á miðri götu til þess að hafa
meira svigrúm. Ræðan heyrist langar
leiðir í næturkyrrðinni, hún er flutt af
þeim geðríka ofsa, því logheita streym-
andi hljómmagni, sem franskan enn
getur átt á vörum múgsins, þegar hann
reiðist. Það er ákæra, heróp og bölbæn
í þessum óm, hann er sem blæðandi
kvika mitt í vígamóð áhlaupsins, því
hann hefur fæðzt úti á víðavangi, í
lúðraþyt og stórskotaþrumum, á ör-
lagastundum Frakklands, og seinna
lyft franskri mælsku til flugs í þing-
sölum byltinganna.
Það er systir Marta sem talar ! Koní-
akið hefur svipt af henni ellibelgnum,
og hún hefur færzt í ásmegin — ýmist
skekur hún stafinn í tryllingi eða lyft-
ir honum með teinréttum glæsileik,
eins og herforingi.sem gengurfram fyr-
ir skjöldu í orustu með brugðnu sverði.
Fólk stanzar á götunni og hlustar á
mögnuðustu fáryrði frönskunnar dynja
á þjóninum, — þetta er rödd þjóðar-
innar, hin gallíska gríð frá brjósti lýðs-
ins!
— Hvað á maður að gera ? segir
þjónninn við þá, sem næstir standa, og
baðar út höndum. Það er ekki hægt
að hafa við barinn fulla konu, sem er
að nauða á gestunum að gefa sér
drykk.
— Hver hefur kvartað yfir mér —
misérable! segir konan. Viltu svara!
Enginn ! Það er til margur góður dreng-
ur, sem ekki lætur sig muna að borga
lítið glas fyrir gamla, fátæka konu —
en þetta skilur þú ekki — vesæli pjakk-
ur! Horfðu á mig! Heldur þú að ég
hafi kveinkað mér við að láta hendur
standa fram úr ermum, meðan ég var
og hét ? Þú ættir skilið að enda eins
og ég, með slitnar og þjáðar taugar,
og vera hent út á götu, þegar þú biður
um það eina sem getur friðað kvalir
þínar! Ég á rétt á því að kvalir mínar
séu sefaðar ! Ég spyr þig aftur — hver
hefur kvartað yfir mér ? Geturðu svar-
að ? Salaud !
— Hypjið þér yður heim, madame,
og sofið þér úr yður, sagði þjónninn,
yppti öxlum og fór inn.
En konan var eins og gæðingur, sem
getur ekki stöðvað sig á sprettinum,
hún sneri máli sínu að áheyrendum:
— Hvílík smán! Hver tekur þenn-
an peia í karphúsið, svo að hann muni
eftir því ? Ungu fransmenn, hvar eru
ykkar hjörtu — hvar er ykkar mann-
skapur ? Hvers konar blóð rennur í
æðum ykkar ? Hver ykkar getur séð
gamalli, heiðarlegri konu misboðið án
þess að verða æfur — sleppa sér ! Áður
fyrr voru til drengir — með ærlegar
taugar ! En nú ? Hvar eru þeir nú ?
Smám saman varð ræðan að mátt-
lausu rausi, móðurinn var þrotinn.
Tveir lögreglumenn gengu fram hjá
og létu kerlinguna eiga sig, og fólk
tíndist burtu. Hún gekk upp að hús-
veggnum, hóstaði lengi og ákallaði
guð með grátkenndum stunum. Svo
kom hún auga á mig, og þekkti mig.
— A — minn kæri herra, sagði hún
þreytulega, það var sú tíðin, að mig
hefði ekki munað um að taka svona
væskil í bóndabeygju, og láta hann
biðja mig kjökrandi um að sleppa sér
aftur. Og enn myndi ég geta ruslað