Helgafell - 01.10.1946, Side 109
SYSTIR MARTA
291
Kenni á að liggja, þegar hún verður
gömul.
— Hver biður þig, að verða gömul,
svaraði sessunautur hennar kuldalega,
— magur sláni, með lítil móleit apa-
augu og hrokkið hár, löðrandi í smyrsl-
um. Það er enginn að neyða þig til
þess ef þú ekki vilt það !
Grátur gömlu konunnar varð að
löngu erfiðu hóstakasti. Þegar henni
létti, tók hún upp óhreinan klútgarm og
þurrkaði andlit sitt. Svo sat hún og
horfði mæðulega í gaupnir sér.
— Afsakið, herra minn, sagði hún,
og varirnar mynduðust við að brosa.
Það er áfengið, sem gerir mann við-
kvæman. Annars er ekki nema gott
að losna við tárin sín.
Hún tók eftir því, að stelpurnar
horfðu á hana með forvitni og aumk-
un. Þá lygndi hún aftur augunum,
skaut hökunni fram, með fyrirlitlegum
þótta í dráttunum, rétti úr sér með
hægð, gerði sig breiða í sætinu og var
sér þess vitandi að bera höfuðið yfir
alla nærstadda. Stelpurnar brostu og
litu hver á aðra.
— Það er nú samt ekki ég, sem er
aumust af öllum manneskjum, sagði
systir Marta, og þóttinn vék úr svipn-
um fyrir mildri og íbyggilegri rósemd.
Ef satt skal segja, þá er ég ekki eins
fátæk og mönnum kann að sýnast ....
Það er ekki nema á mínum döprustu
augnablikum, að mér finnst ég ekkert
eiga nema mína eymd og minn ein-
stæðingsskap. Ég á það, sem fæstir
eiga ....
Eftir dálitla þögn stóð hún upp, rétti
mér höndina, laut niður að mér og
hvíslaði:
— Þegar guð hefur tekið allt frá
barni sínu, þá gefur hann því sjálfan
sig ___Og enginn getur átt guð nema
sá, sem er á götunni og í hundun-
um, og á ekkert — nema guð.
Svo gekk ‘hún út við prikið sitt, í
sinni slitnu, þvældu kjóltusku, með
áfengið í æðunum og trúna á guð í
hjarta sínu. Hún var dálítið óstöðug
í spori, en einhver forneskjulegur
veikleiki yfir hreyfingunum. Hún var
sátt við lífið.
Daginn eftir hímdi hún aftur í skot-
inu sínu, grá og vesæl, og sneri andlit-
inu í sólina, með svip sem baðst líkn-
ar.
Kristján Albertson