Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 111
ALDAHVÖRF
293
Litróí sem sýna brottferð eyheimanna. Hinar
fimm láréttu, svörtu rákirn eru litróf utan úr
geimnum, en lóðréttu línurnar báðum megin við
þær eru ákveðnar markalínur í venjulegu lit-
rófi, sem notaðar eru við mælingar á stjörnu-
litrófunum.
Efsta rákin er litróf himinhvolfsins, en það
er kyrrt miðað við jörðina. Tvær óskýrar, lóð-
réttar línur sjást lengst til vinstri í litrófi þessu
undir stöfunum KH.
I öðru litrófi að ofan, sem er af stjörnuþok-
unni NGC 221 má sjá að K- og H-línurnar
hafa færzt lítið eitt til vinstri eða í áttina til
fjólubláa enda litrófsins, þegar miðað er við
markalínurnar. Sýnir þetta, að þokan nálgast
okkur, og að hraði hennar er 180 km. á sek.
I þriðja litrófinu, sem er af þokunni NGC
385, sýna tveir óskýrir blettir lengst til vinstri í
rákinni legu litrófslínanna K og H. Þær hafa nú
færzt töluvert til hægri eða í áttina til rauða
enda litrófsins. Stærð tilfærslunnar sýnir, að
þokan er á fleygiferð burt frá okkur, hraðinn
nemur 4900 km. á sek.
I fjórða litrófinu hafa K- og H-blettirnir
færzt enn nokkuð lengra til hægri, og sést af
því, að þokan NGC 4884 fjarlægist með hraða
sem nemur 6750 km. á sek.
I fimmta litrófinu, sem er af þokunni í
stjörnumerkinu Leo (ljónið), hafa blettirnir
! KH 1 N 2 3 V. 5
1 1 1 VH III i iti . He.
J 1 I II i i (II Ht.
1 II | |: t ! it N6C,
1 . i í' §lli 1 'lt 22 f
• \ . 1 t 1 fít t ftl NGC.
1 1 t u M 9 1 ,11* . 385
.• ■ 1 i r m t HGC;
1 í 1 T* 1 >» 4-884
1 il >i| ! 1 III Nc4-
1 II Ti 1 III
K"*; , \ ít
r; KH
flutzt enn miklu lengra til hægri. Lega þeirra
sýnir, að þokan fjarlægist og að hraðinn er
19000 km. á sek.
getur hafa verið tiltölulega lítill efnis-
köggull, allt öðruvísi að eðli en frum-
eindir járns, súrefnis og annarra frum-
efna, sem við þekkjum. Efni þetta.
getur hafa verið mörgum biljón sinn-
um þéttara en blý og milljón sinnum
heitara en heitasta stjarnan.
Þetta upphaf veraldarinnar getur
hafa verið ein einstök tröllaukin frum-
eind gædd ofurmagni af geislamagn-
an. Og alheimurinn, sem nú birtist okk-
ur í útþenslu og framþróun getur blátt
áfram verið afleiðing af skyndilegri
sprengingu í þessari upprunalegu,
ofurmögnuðu frumeind fyrir um tveim
milljörðum ára.
Og hvemig varð þá þessi fyrsta
frumeind til ? Án efa hefur hinn frómi
og gáfaði Abbé Lemaitre sitt eigið svar
við þeirri spurningu, en hann hefur átt
mikinn þátt í því að styrkja kenning-
una um útþenslu alheimsins.
Ef við stöndum á palli járnbrautar-
stöðvar og hraðlest þýtur framhjá,
virðist okkur hljóð eimpípunnar mjög
breytilegt. Á meðan lestin nálgast
lætur það mjög hvellt og skerandi í
eyrum, og verður því sterkara því
nær sem lestin kemur. En um leið og
lestin fer fram hjá heyrum við,
hvernig hinn hvelli tónn breytist og
verður djúpur og rámur.
Ef eimvagninn stendur kyrr falla
loftöldurnar á eyrað með sömu tíðni
og þær hafa haft frá öndverðu. Nálg-
ist vagninn aftur á móti þannig, að