Helgafell - 01.10.1946, Page 128

Helgafell - 01.10.1946, Page 128
310 HELGAFELL en gerir líka hug hans hversdagslega viðkvæman eins og kviku. Hann get- ur vel orðiS að velja á milli listar sinn- ar, sem veitir honum á víxl vonir og vonleysi, sólskin og þokudrunga, frjósemi og andlegan gadd, og allra annarra gæða lífsins. Heimilislaus og einmana á hann ef til vill að verða. Og varla fer hjá því, aS hann verði gerður að hornreku þar sem einhver búðarlokan er sett í öndvegið. ' Og þrátt fyrir allt má hvorki tregi né kuldaglott glepja hann svo, að hann sjái ekki vordöggina á stráun- um, sem einmitt er aS bíða eftir hon- um. Þrátt fyrir allt m.á ekki slokkna neisti samúðarinnar, sem tendrar varma í köldum brjóstum og gerir líf- iS líft. Án hans er jafnvel listin hljóm- andi málmur og hvellandi bjalla. Fyrir fimmtán árum gaf Kjarval út bók, sem nefnist Grjót. Hún fjallar að miklu leyti um skipulagsmál. Lista- maSurinn er nú sjálfur þannig gerður, að ekki er hentugt að ætla sér að skipuleggja hann. Hann ber hattinn sinn eins og honum þóknast, frjálsari en nokkur konungur hefur nokkurn tíma verið. Hann fer í vinnuföt sín til að ganga í þeim í Austurstræti, ef andinn blæs honum því í brjóst. Ég hef að vísu aldrei séð hann í kjól- fötum uppi í Svínahrauni, en hann væri vís til þess. Hann fer sinna ferða á allan hátt. ÞaS kann að þykja undarlegt þeim sem ekki þekkja til, aS í Grjóti og sjálfsagt víðar fer meist- arinn mörgum orðum um það, sem hann kallar ,,hinn fullkomna borg- ara“. Það er einstaklingurinn, sem er fullgildur þátttakandi í samfélaginu og ,,uppfyllir skylduna við það ósann- anlega. Gjöri hann ekki þetta, er hann ekki algildur borgari og ekki lista- maður“. Meistarann dreymdi um að skapa fegurð ekki aðeins á lérefti og pappír, heldur og í hlaðlist, hann dreymdi um að gera borgina að listaverki, sem skapaði fólkinu nýjan heim til nýs hugar. En hann fékk engu áorkað. ,,Staða listam.annsins,“ segir hann, ,,sem ekki er algildur borgari, líkist fræinu ofan á moldinni .... Þá fer ást hans til þjóðarinnar í felur og týnist í þokukenndum tiktúrum á- byrgðarlausra samfélaga. Tígulega stúlkan hættir að verða á vegi hans, hjarta hans breytir lit eftir mislyndi fólksins og augnabliksalvöru”. Mundi það ekki vera vanalegur skattur, sem menn gjalda fyrir það aS fá að lifa og starfa, að þeir ráða mið- ur en ætla mætti starfi sínu, enn síð- ur afleiðingum verka sinna ? Og getur stundum farið vel á því. Stórskáld eitt kvað svo aS orði: Ger mig sem skóg að hörpu þinni .... og þegar öllu er á botninn hvolft, eru þau örlög bezt. Meistaran- um, með yfirburði sína og snilld, finnst hann þá ekki vera annað en harpan, verkfærið, sem tilveran sjálf leikur lag sitt á. Honum er síður en svo í sjálfsvald sett, hverju hann má koma til leiðar meðal annarra manna, stundum mun honum líka finnast svo sem honum' sé hvorki sjálfrátt um yrkisefni né meðferð. En vera má, að hann verði þá miklu algildari borg- ari en hann gat órað fyrir. Og það er trúa mín, aS verka Kjarvals muni íslenzka þjóðin lengi njóta, og feg- urð þeirra og snilld muni verða henni æ meiri lífgaldur sem lengra líður. Einar ÓI. Sveinsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.