Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 133
BÓKMENNTIR
315
verjar komu fram við Dani, gátu þeir
aldrei sigrazt á hlátrinum. í augum
hinnar „hlægilega litlu þjóðar“ (orð
dr. Bests) var allur hernaðargaura-
gangur Þjóðverja óstjómlega hlægileg-
ur. Þjóðverjar vissu það og óttuðust
það. Hláturinn reyndist Dönum sið-
ferðilegur styrkur í frelsisbaráttunni.
Þetta er aðeins eitt dæmi þeirrar tákn-
myndar, sem Kiljan bregður upp fyr-
ir okkur. Á sama hátt og Kiljan hefur
skapað alíslenzka bókmenntapersónu,
sem þó er um leið mannleg og því
í eðli sínu alþjóðleg, hefur hann ekki
aðeins sýnt okkur harmsögu íslands
á táknrænan hátt, heldur og harm-
sögu miljónanna. Höfundurinn þjáist
ekki aðeins með þjóð sinni heldur
líka með lítilmagnanum, hinum rétt-
lausa hvar og hvenær sem er, marg-
földuðum með þeirri tug-þúsunda eða
milljónatölu, sem heimssagan gefur
tilefni til í það og það skiptið.
Aðrar persónur í íslandsklukkunni
eru aukaatriði miðað við máttvið
hennar, Jón Hreggviðsson. Ég vil vara
menn við að leggja of táknrænan
skilning í persónu sem Arnas Amæus,
t. d. að skoða hann sem táknmynd
íslenzks anda, sem berst samhliða
hinu frumstæða afli gegn kúgun og
tortímingu. Það væri að falsa sína eig-
in þjóðarsögu. Hlutverk Arneus er
formlegs eðlis. Hann er jafnvægi í
samsetning skáldritsins, settur þar
inn eftir svipuðu lögmáli og litajafn-
vægi er haldið í góðum málverkum.
Hann er fegurðin, sem varnar því, að
ömurleikinn nái algerum tökum á
okkur, lami okkur sálarlega og dragi
þannig úr listnautninni. Arnas Arnæ-
us er ein þeirra jákvæðu, mannlega
fullkomnu persóna, sem listamönnum
veitist erfiðlegast bæði að skapa og
túlka t. d. á leiksviði. Hættan liggur
í því, að listamaðurinn hefur ekki
losað sig við hugsjónalegt áhrifavald
persónunnar sem þjóðfélagslegrar
manngerðar. Hann skapar ekki per-
sónuna nema að nokkru leyti, hann
lýsir aðeins fyrirmynd. Hér hefur
mörgum íslenzkum rithöfundi skrik-
að fótur. Það verður ekki sagt um
Halldór Kiljan Laxness, væri enda
harla ólíkt honum. Arnæus er að vísu
rómantísk persóna. Hann er fjarúðin
með alla sína sefjandi fegurð: mann-
úð, fyrirmannleik, kurteisi, menntun,
heimsmennsku. En við sjáum hann
ekki aðeins sem íslenzkan draum um
fegurð, settan af höfundinum inn í
hið ömurlega íslenzka umhverfi af
listrænum ástæðum, við kynnumst
honum líka sem holdiklæddum veru-
leika á vinnustofu sinni í Kaupin-
hafn. Persónan fær þó fyrst ris við
hin harmsöguleg rök, sem ákvarða
athafnir hennar og framkomu. Hin
dapurlegu baktjöld kasta skugga á
fölan vanga þessa fyrirmanns, gæða
draummynd lífi og gera fjarúðar-
kennda hugsjón að holdiklæddum
einstaklingi.
Hið Ijósa man er tengt þráðum
sömu persóna við íslandsklukkuna,
nokkrar nýjar bætast við. En Hið
ljósa man er ekki táknrænt í þeim
skilningi, að hún opni sögulegar fjar-
víddir. Hún er örlagasaga — ástarsaga.
Ég kem að því síðar, hvað átt er
við með ,,örlög“.
Sjálfur upplýsir höfundarinn aftan
á titilblaðinu, að bók þessi hafi borið
latneska nafnið ,,Inexorabilia“ í smíð-
um. Nafn þetta mun að einhverju
leyti skýra megintilgang verksins frá
höfundarins hendi. Nafnið kemur að-
eins einu sinni fyrir í sjálfri bókinni,