Helgafell - 01.10.1946, Síða 145

Helgafell - 01.10.1946, Síða 145
BÓKMENNTIR 327 Uppstigning SigurSur Nordal: UPPSTIGNING. Helgafell, Reykjavík 1946. 176 bls. Verð: Kr. 28,00 (ób.) „Ég er ekki skáld og á ekki á hættu að hrapa niður af neinum tignartróni," segir Sigurður Nordal að leikslokum Ufpstigning- ar. Lítillæti fer hverjum manni að vísu vel, en þó hygg ég, að Nordal hafi hér gert of lítið úr skáldgáfu sinni. Því að það dylst engum, sem hefur fylgzt með ritstörfum hans, að skáldskapardísin hefur setið honum ekki allfjarri, jafnvel heldur ekki þá, er vís- indin úthýstu henni með ráðríki sínu. Fræði- mennskan hefur ekki getað dulið listamanns- geð Sigurðar Nordal, og þótt mér sé ckkert um það kunnugt persónulega, þá hef ég jafnan haft grun um, að skyldur fræðimanns- ins og þrá skáldsins hafí á stundum tekizt allfast á í honum. Ég minnist þess, að þegar Sigurður Nordal gaf út Fornar ástir fyrir mörgum árum, taldi hann þessar smá- sögur sínar til gamalla synda. Ég hygg, að íslendingar mundu ekki geta fyrirgefið hon- um, ef hann hefði látið þær æskusyndir ó- drýgðar. Þótt Sigurður Nordal hafi fengizt við skáld- skap bæði í ljóðum og lausu máli, mun þetta vera í fyrsta skipti, sem hann leggur hönd á hina gömlu og göfugu list leikrita- gerðarinnar. Uppstigning fer fram í smá- bæjarholu úti á landi.enda andar hinu muggu- lega andrúmslofti próvinsunnar af hverri blaðsíðu leikritsins. Hetjan í leikritinu er séra Helgi, prestur, sem komizt hefur í em- bættið fyrir atbeina „töntu“ sinnar, frú Skaga- lín, og Davíðsens konsúls, er ætlar sér að nota klerkinn sem peð í valdatafli sínu um yfirráðin í bænum. Helztu andlegu svipt- ingarnar, sem um er að ræða í bænum, fara fram í altaristöflunefnd kvenfélagsins, þar sem hnippingarnar eru milli lífsþreyttrar læknisfrúar og kennslukonu bæjarins, en presturinn ber sáttarorð á milli svo sem góð- um sálusorgara sæmir. Klerkur er þó ekki allur þar sem hann er séður. Frá æsku hefur hann dreymt stóra skálddrauma og hefur hugsað sér að semja rómaninn mikla í hjá- verkum prestsembættisins, en tanta Skagalín og Davídsen konsúll hugsa sitt um það, hvernig eigi að temja prestinn og pússa hann saman við Dúllu konsúlsdóttur. Ekki hvessir þó í altaristöflunefndinni fyrr en Jóhanna, gömul vinkona prestsins, sem þekkir skáld- drauma hans, kemur með fyrsta skipi frá Norðurlöndum eftir að stríðinu lýkur. Frú Skagalín verður órótt við komu þessarar stúlku, sem virðist nokkuð frí af sér og hef- ur hlotið eldskírn mikillar lífsreynslu á her- námsárunum. Jóhönnu virðist hún eiga nokk- ur reikningsskil eftir við séra Helga, síðan þau voru saman í Osló fyrir 5 árum, heim- sækir hann um miðja nótt til að vita, hver mannsbragur er í honum, en verður fyrir vonbrigðum, er hún kemst að raun um, hver gunga hann er gagnvart umhverfi sínu. Hann er aðeins hetja í hugsun sinni, en Jóhanna er eins og hið kröfuharða líf sjálft — hún heimtar atliöfn. Hún segir honum afdráttarlaust, að bókin hans verði aldrei skrifuð, ef hún sé ekki óhugsanleg, þá sé hún óframkvæmanleg. Séra Helgi játar Jó- hönnu ást sína, en áður en til stórtíðinda dregur, tekur verndarengill prestsdómsins, tanta Skagalín, í taumana. I þriðja þætti herðir smábærinn fastar að séra Helga, og þótt hann sprikli nokkuð á önglinum og játi nú læknisfrúnni, Herdísi, ást sína, þá er þó sýnt, í lok þessa þáttar, að þorpið — tanta Skagalín og konsúllinn — munu sigra. En áður en sá sigur er full- unninn gerir séra Helgi höfundinum, leik- hússtjóranum og þorpinu þann grikk, að hlaupast á brott úr leiknum. Hann flýr upp í frelsið á Arnarfelli, flýr flatneskjuna, og leikur nú upp á eigin spítur hinn óbundna frjálsa mann, enda þótt hann hafi sýnilega kvænzt Dúllu á milli þátta. Þangað er hann sóttur heim af hinni dramatísku yfirherstjórn og þorpinu, og að leikslokum er séra Helgi kominn að þeim ákvörðunarstað, sem þorpið og Hæstvirtur höfundur hafa ætlað honum: hann gengur í bandi við hlið Dúllu konu sinnar til kirkju til að flytja þar vígsluræð- una yfir hinni nýju altaristöflu. Leikrit Nordals er fyrir marga hluta sakir merkilegt og athyglisvert — það langmerkasta, sem skrjfað hefur verið í þessari grein hér á landi hin síðari ár, og er raunar með því ekki mikið sagt, svo lágt hefur risið verið á leikritagerð fslendinga. Allar persónumar eru skýrar og lifandi, með sterkum einstaklings- blæ. Smábærinn rís upp í sterkum dráttum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.