Helgafell - 01.10.1946, Side 154

Helgafell - 01.10.1946, Side 154
336 HELGAFELL aði hennar með þeim hætti, en þó ber það við, að nokkurra ára námsdvöl erlendis fylli unga menn ótrúlegum gorgeir, ásamt tilheyrandi fyrirlitningu á þeirri þjóð, sem hefur alið þá og kostað menntun þeirra. Einkum hefur þessu þótt við bregða um ein- staka sænskmenntaða lærdómsmenn á vorum dögum. Þannig munu útvarpshlustendur minnast þess, hversu einn slíkur plöntufræð- ingur lét í fyrra svipuna dynja á þcssari ves- ölu þjóð fyrir þröngsýni, húraskap og nánas- arhátt og fór um það orðum, sem öll lýstu talsvert minni háttvísi og hógværð, en búast mætti við af þcim manni, er einkum leggur lag sitt við blóm og jurtir. Annar ágætur mcnntamaður — og ég vil taka það fram, að lærdómur þess manns og vísindaheiður er hafinn yfir allan vafa — lét sér einnig sæma fyrir skemmstu að ganga til liðs við þá útlendu menn, sem líta þjóð vora smæstum augum og velja henni háðulegust orð, enda þótti ræðumanni fara vel á því, að Islcndingar yrðu hér eftir taldir, allir sem einn, til „halanegra og eskimóa". Ekki veit ég hvað honum hefur geng.ið til þess að ófrægja hina síðartöldu með þessum samanburði, úr því að honum finnst Islendingar vera svona hlálegir, því mér hefur verið sagt, að eskimóar væru fremur viðfeldinn og meinlaus þjóðflokkur, og ekki kann ég heldur nein skil á þeirri manntegund, er hann nefnir halanegra, þó ég efist ekki um að ann- ar eins fræðimaður hafi góðar heimildir fyrir tilveru þeirra. En jafnvel þó að hann kunni að hafa komizt á snoðir um einhver lítilfjör- leg einkenni sameiginleg með sér og þessum dularfulla kynstofni, er ekki þar með sagt, að íslendingum upp til hópa svipi til hans. Því munu þeir, unz fyllri upplýsingar liggja- fyrir, afþakka með öllu þessar nafngiftir. * # * Að sjálfsögðu fer vel á því, að þeir menn, er sjá öðrum betur og dómbærastir eru, segi þjóð sinni sanngjarnlega til syndanna, ekki sízt þegar sú viðleitni er sprottin af ræktar- semi og umbótahug. En þó að þjóð vorri sé um margt áfátt og hún sé í æði mörgu tilliti skemmra á veg komin en æskilegt væri, þá á hún sér að minnsta kosti þá afsökun að hafa þurft að ganga aðrar þjóðir uppi, ef svo má að orði kveða, á tvcim til þrcm mannsöldrum. Afköst hennar á þessu tímabili sæta raunar þegar á allt er litið, hinni mestu furðu, og enn ntun hún halda áfram baráttunni fynr bætt- um lífsskilyrðum og aukinni menningu. I þeirri sókn heitir hún á alla góða menn sér til full- tingis og ekki hvað sízt hina ötula og ágætu vísindamenn, er ég áður vitnaði til. Hún hefur frá upphafi vega haft lærdóm og kunnáttu í hávegum, og hún veit, að æ meiri þekking er henni lífsnauðsyn. En hún má ekki heldur vanmcta þá menningu hjartans, hina innri tign, sem m. a. er fólgin í hógværð, umburð- arlyndi og góðfýsL Án þeirra eiginleika er jafnvel hin lærðasta þjóð áþekkust nýja turn- inum á Hólum, sem verður bara upplýstur að utanverðu. T. G. ★ FRÁ RITSTJÓRNINNI Þetta hefti, sem er lokahefti 4. árgangs, ber þess menjar að hafa verið lengi á leiðinni, og eru höfundar þess og lesendur beðnir velvirðingar á því. — Ritgerð próf. Halldórs Her- mannssonar um fyrstu íslenz\u tímaritin er þýdd úr Islandica, XI. bindi, og lýkur henni í næsta hefti. Þar birtist einnig grein um Asgrím Jónsson málara með myndum af nokkrum málverk- um hans, en hún kemst því miður ekki að í þetta sinn. Ritstjórar: Magnús Asgeirsson og Tómas Gu&mundsson Afgreiðsla í Garðastræti 15—17, Reykjavík. — Sími 2864. — Pósthólf 263. — Víkingsprent h f.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.