Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 5
Miðaldir nær og fjær
Gullbrotið sem sést á forsíðu þessa heftis er ekki nema um sentimetri á
kant. Það fannst við fornleifauppgröft í Vatnsfirði í sumar er leið þegar
grafinn var upp skáli ffá víkingaöld. Brotið virðist vera úr skartgrip sem
hefur verið hagleikssmíð, og varpar í smæð sinni ljóma af horfinni menn-
ingu inn í nútímann. Ljósmyndir Arna Einarssonar hér aftar í heftinu
sýna hins vegar menningarminjar víkingaaldar á hinum enda stærðarskal-
ans. Þær eru teknar við sérstök birtuskilyrði, gjaman snernma morguns,
og þannig ná þær að draga fram í landslaginu ummerki mannvirkja, sem
okkur em alla jafina huiin, en segja sína sögu um landnám, búsetuþróun
og búskaparhætti í Suður-Þingeyjarsýslu á íýrstu öldum Islandsbyggðar.
Myndimar sýna glöggt hve fjölbreytilegar þessar minjar em - og jafn-
framt búa þær yfir sérstæðri fegurð sem að hluta tii má þakka birtunni en
líka eins konar framandgervingu myndefhisins, því sjónarhomið er fjar-
lægt bæði í rúmi og tíma - við sjátun ummerkin úr lofti og gegnum aldir.
I þessu hefti Ritsins er horft í gegnum aldirnar, og stundum staðnæmst við
einstök atriði - en í öðram tilvikum reynt að rekja langan þráð.
Miðaldir em langt tímabil í mannkynssögunni. I evrópskri sögu er
gjaman gengið út frá því að þær hefjist þegar vest-rómverska ríkið líður
undir lok árið 476 en endalok þeirra miðuð við upphaf landafunda í Am-
eríku og siðbreytinguna sem hvorttveggja verður laust fyrir aldamótin
1500. Menn hafa þó tekið að efast um réttmæti þess að draga skörp skil
milli miðalda annars vegar og endurreisnar og húmanisma hins vegar og
franski sagnfræðingurinn Jacques Le Goff færir fýrir því rök í grein sem
birtist hér í íslenskri þýðingu, að eðlilegra sé að líta svo á að afgerandi
skil verði fýrst með iðnbyltingunni. Allt fram til hennar mótast Evrópa
af samfélagsskipan lénsveldisins og óskomðu valdi kristinnar trúar yfir
hugarheimi fólks. Samfellu tímabilsins má líka sjá í hversdagslegri dæm-
um, Le Goff nefnir að hesturinn og hestakerran em aðalsamgöngutækið
allar þessar aldir, allt þar til eimreið og járnbrautir koma til sögunnar.
Þessi sýn Le Goffs liggur að vissu leyti til grundvallar þema þessa heftis
3