Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 6
INNGANGUR RITSTJÓRA
og þ\a var brugðið á það ráð að skipa grein hans fremst í hefrið en ekki
aftast með öðrum þýðingum eins og vaninn er.
Miðaldir í skilningi Le Goffs spanna þannig upp undir fimmtán aldir.
Segja má að grein Svanhildar Oskarsdóttur komist næst því að fylla út í
þann tímaramma. Hún fjallar um þá tegund sagnaritunar sem nefnd er
veraldarsaga en tilurð hennar má rekja allt aftur á ármiðaldir og jaftivel
lengra. Veraldarsögur bárust til Islands þegar í upphafi ritaldar og Svan-
hildur gerir grein fyrir landnámi þeirra hér og viðgangi allt fram á 17.
öld. A hinurn löngu miðöldum verða auðvitað margm'sleg umskipri í Evr-
ópu, myrkar aldir víkja fyrir blómaskeiðum lærdóms og lista, borgir efl-
ast með háskólum og handverksgildum, pestir geisa, krossferðir eru farn-
ar, verslmi blómgast og gaffallinn, loðfeldurinn og umburðarlyndið
verða til, eins og Le Goff nefnir. I grein Asdísar R. Magnúsdóttur mn Le
Rornan de Mélusine kynnumst við þeim frjóa jarðvegi bókmenntasköpun-
ar sem einkenndi Frakkland hámiðalda. Verkið er í senn ævintýri og ætt-
arsaga, en í því er rakinn uppruni Lusignan-ættarinnar þar sem „fjár-
sterkar formæður“ gegna lykilhlutverki. Ættmóðirin Mélusine, álfkonan
með slönguhalann, leitar um aldir að eiginmanni - en eitt þema sögunn-
ar er leitin að ást og hamingju, eins og Asdís bendir á - uns aðalsmaður-
inn Remondín kemur til sögunnar og Mélusine getur hafist handa um að
leggja grundvöll að veraldargengi ættarinnar með dugnaði sínum og ráð-
kænsku. Drifkraftur sögunnar liggur ekki síst í því hvernig yfirnáttúrleg-
ur uppruni ættarinnar hefur afleiðingar - í senn góðar og slæmar - fyrir
viðgang og örlög hennar.
Hið yfirskilvitlega kemur mjög við sögu í grein Peters Brovn sem
þýdd var fyrir þetta hefri, en hún fjallar um það hlutverk sem hinu ttfir-
skilvitlega var fengið við að setja niður ágreiningsmál í samfélagi ármið-
alda. Brown greinir félagslegar forsendur þessa „sainvinnuverkefnis“
samfélagsins og æðri máttarvalda sem var árangursríkt einmitt vegna
þess að niðurstöður þess voru í senn tvíræðar og afgerandi. Með þtri að
þjóðfélagsaðstæður breytast hverfur þörf samfélagsins fyrir þess konar
úrlausnir, skarpari skil verða milli hins yfirskilvitlega og hins veraldlega,
en þetta helst í hendur við það að ríkisvaldið stjnkist og skýrari greinar-
munur er gerður á lögsögu kirkjunnar og veraldlegra höfðingja. Grein
Prebens Meulengracht Sorensen snýst, eins og ritgerð Browns, bæði um
breytta afstöðu til valds og um umskipti í trúarhugmyndum miðalda-
manna og túlkun okkar á heimildum þar um. Hann tekur til athugunar
4