Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 17
HINAR LÖNGU MIDALDIR
mið af kirkjunni og trúnni. Umfram allt, þá mótast hinar löngu miðald-
ir af baráttunni í mannssábnni eða um hana milli tveggja stórvelda sem
nánast eru jöfn, Satans og Guðs. Atök Guðs og Kölska eiga sér stað all-
ar hinar löngu miðaldir lénsskipulagsins. Satan fæðist í upphafi þeirra og
deyr í lokin.
En það er einnig hægt að skoða löngu miðaldimar frá sjónarhomum
sem em ekki jafn almenn og þau sem ég var að nefna rétt í þessu.
Það má t.d. hta svo á að á hinum löngu miðöldum komi ffam (eða
komi aftur upp á yfirborðið) á Vesturlöndum þriggja hlutverka hkanið
sem Georges Dumézil skilgreindi.6 Það má greina þetta líkan í Englandi
á 9. öld en það verður ríkjandi frá og með þeirri elleftu og sett fram sem
þrígreining samfélagsins í „oratores, bellatores, laboratores“, „þá sem biðja,
þá sem berjast, þá sem vinna“. Þetta er skipting þegnanna í presta, her-
menn og bændur sem er enn í fullu gildi í aðdraganda frönsku byltingar-
innar þegar stéttaþingið (États généraux) samanstendur af þremur stétt-
um: klerkum, aðalsmönnum og öllum hinum. En eftir iðnbyltinguna
kemur smám saman fram önnur þrígreining þjóðfélagshlutverkanna sem
byggir á skiptingu hagfræðinga og félagsfræðinga í ffumatvixmugreinar,
greinar sem umbreyta ffumafurðunum og loks þriðja stig verslunar,
þjónustu og stjómunar.
Enn ein samfella á þessu langa tímabih er á sviði samgangna, og birt-
ist í því hvemig rýminu er stjómað. Fomöldin einkenndist af því að
menn og nautgripir vom notaðir til dráttar eða flutnings. A miðöldum
em það hesturinn og hestakerran allt þar til í iðnbyltingunni þegar eim-
reiðin og jámbrautin taka við.
Á sviði sjúkdóma em miðaldimar tíminn sem skilur á milh þess að
6 Georges Diimézil (1898-1996) var franskur trúarbragðaífæðingur sem er þekktast-
ur fyrir að hafa dregið fram gnmdvallarfomigerð sem einkennir hugsun flestra in-
dó-evrópskra þjóða um samfélagið og birtist bæði í þjóðfélagsgerð, hugmyndaffæði
og goðsögnum. Þessi hugsun gerir ráð fyrir þremur hlutverkum í þjóðfélaginu. I
fl'TSta lagi eru þeir sem eru í sérstöku sambandi við guðdóminn (prestar, seiðmenn,
lögmenn) en gegna einnig kommgshlutverki. I öðru lagi eru það hermennimir sem
valda líkamlegum styrk og í þriðja lagi þeir sem veiða eða rækta landið eða hafa með
höndum annað efnahagslegt hlutverk og em því í sérstöku sambandi við ffjósemi.
Dumézil rannsakaði þetta fyrst og ffemst í gömlum goðsögnum, þ.m.t. norrænum.
Arið 1978 ritaði ffanski miðaldasagnfræðingurinn Georges Duby bók þar sem hann
sýndi ffam á að þessi formgerð kemur aftur ffam í hugsun klerka um samfélagið á
11. öld, sjá G. Duby, Les Trois ordres ou rbnagmmre du féodalisme, París: Gallimard,
1978 -þýð.
G