Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 18
JACQUES LE GOFF
heilsurækt fornaldar (böðin) hverfur og nútímasjúkrahús verða tdl. Þetta
er tími lækna sem eru meira eða minna líka seiðkarlar, tími hins pínda og
fyrirhtna líkama, án íþrótta og íþróttavalla. Reyndar koma spítalar fram
á þessu tímabili en fyrst sem hæh og síðar til að loka fólk inni, en ekki til
að því batni.
Hvað menninguna varðar, eru miðaldirnar sá tími sem hður milli
endaloka skólahalds fornaldar og almennrar skólagöngu 19. aldar, tíma-
skeið þegar lestrarkunnátta breiðist hægt út. Þetta skeið einkennist enn-
fremur af því að exm er trúað á kraftaverk og jaíhiramt af langri samræðu
milli lærðrar menningar og alþýðumenningar, bæði átökum þeirra og
gagnkvæmum áhrifum. Miðaldirnar eru líka tími ífásagnarinnar, jafnt
munnlegrar sem ritaðrar, tími sögunnar, til dæmis exemplum, stuttu
dæmisögunnar, sem Vesturlönd tóku í arf efdr munka austurkirkjunnar á
4. öld.' Samfelld hefð þroskast og daíhar frá 12. öld tdl 18. aldar, allt frá
dæmum til íhugunar (apophtegmá) sem höfð eru eftir feðrum frumkirkj-
unnar í eyðimörkinni til þjóðsagnasaínara 19. aldar sem löðuðust að
„fegurð hins látna“. Agætt dæmi um þetta er sögnin af Englinum og ein-
setumanninum sem rekja má um fábyljur 12. aldar allt til skáldsögunnar
Zadig efrir Voltaire á þeirri 18.
Auðvitað má greina þessar löngu miðaldir niður í styttri tímabil. Sem
dæmi má nefna ármiðaldir frá 4. öld til 9. aldar sem annars vegar má líta
á sem síðfornöld en þar sem einnig má sjá lénsskipulagið mótast og fest-
ast í sessi. Svo eru það hámiðaldir frá 10. öld til 14. aldar, tími hins mikla
uppgangs, sem einnig mætti kalla hinar eiginlegu miðaldir ef menn vilja
halda í þrengri skilgreiningu þeirra. Þá koma síðmiðaldir, krepputímabil
sem nær ffá 14. öld til 16. aldar og loks er það einveldistímabilið þegar
lénsskipulagið syngur sinn svanasöng, ffá ensku byltingunni tíl þeirrar
frönsku, tími „endanlegs heims“ eins og Pierre Chaunu hefur konrist að
orði, þegar Evrópa reynir að leggja þennan heim undir sig með skipum
sínum, athafhamönnum, hermönnum og trúboðum, tími sem leiðir tíl
iðnbyltingarinnar.
Krzysztof Pomian hafnar öllum tilraunum til að skipta sögunni í tíma-
bil,7 8 vegna þess að, eins og Witold Kula kemst svo vel að orði, öll tírna-
7 Sjá Cl. Brémond, J. Le Goff og J.-Cl. Schmitt, L’« Exemplum », Typologie des sources
du Moyen Age occidental, fasc. 40, Turnhout 1982.
8 Kr. Pomian, „Périodisation“, La Nouvelle Histoire, ritstj. J. Le Goff, R. Chartier og
J. Revel, París 1978, bls. 455-457.
16