Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 26
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
harmi lostinn. Næsta rnorgun kemur Melúsína inn til hans við sólarupp-
rás og leggst niður nakin við hlið hans. Hann andvarpar og hún spyr
hann hvað sé að. Hann telur þá að hún viti ekki hvað hafi gerst, lætur eins
og ekkert hafi í skorist og tekur gleði sína á ný en Melúsína heldur áfram
að byggja. Svo gerist sá atburður að Geoffroy skögultönn kveikir í
klaustri og brennir þar inni þölda munka þar á meðal sinn eigin bróður
sem hafði gengið Guði á hönd. Remondín ávítar son sinn harðlega en
ásakar um leið konu sína íjarstadda fyrir að eignast ófullkomin afkvæmi
sem öll séu afbrigðileg á einhvem hátt enda sé hún sjálf slanga ffá nafla
og niður úr. Eftir það leggst hann aftur fyrir og ber sig svo illa að sent er
eftir Melúsínu sem kemur til kastala þeirra í Mervant með fylgdarliði
sínu til að hugga eiginmanninn. Hún segir að munkarnir hafi átt þetta
skilið þar sem þeir hafi verið spilltir og að hún muni láta endurreisa
klaustrið og finna nýja munka í stað hinna. Við þessi orð missir Remond-
ín stjórn á sér, kallar konu sína slöngu og segir að engu barna hennar
muni vel farnast. Melúsína hnígur niður og liggur sem dáin í hálfa stund.
Remondín rennur reiðin og iðrast sárlega orða sinna en það er um sein-
an. Melúsína segir það hafa verið mikinn ógæfudag er hún hitti Remond-
ín í skóginum og hreifst af fegurð hans. Hún hafi fyrirgefið honum svik-
in, þ.e. að hafa ekki haldið loforð sitt við hana, þar sem hann hafði
engum sagt neitt, en nú sé þessu lokið og í stað þess að vera jörðuð í
helgum reit í kirkjunni í Lusignan verði hún að afplána refsingu sína þar
til dómsdagur rennur upp. Remondín krýpur \dð hlið hennar og grátbið-
ur um fyrirgefhingu, hún segir það ómögulegt, svo fallast þau í faðma og
hníga í yfirlið. Þegar þau ranka við sér ráðstafar Melúsína jörðum til sona
sinna, stígur upp í gluggann, andvarpar þungt og stekkur út. Hún flýgur
í drekalíki þrjá hringi í kringum kastalaturninn og í hvert skipti rekur
hún upp mikið sársaukavein þannig að allir gráta af meðaumkvun. Síðan
tekur hún stefhuna á Lusignan með svo miklum drunum að það er sem
eldingum slái niður hvar sem hún fer. Allir heyra óp hennar og vein og
þykir fólki skrýtið að dreki þessi hafi kvenmannsrödd. Þegar hún kemur
til Lusignan flýgur hún þrjá hringi í kringum kastalann og stefnir svo
beint á turn einn og hverfur sjónum. Rétt eins og móðirin í sögunni Sels-
hamurinn hendir fallegum skeljum til barna sinna á landi, kemur Melús-
ína fljúgandi á hverju kvöldi og sinnir tveimur yngstu sonum sínum, og í
hvert skipti sem börn hennar gráta veinar hún svo að kastalinn titrar og
skelfur, en aldrei fær Remondín að sjá hana aftur. Hann gerist einsetu-
24