Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 27
„ÉG ELSKAHANA EINS OG HÚN ER ..."
maður en áður en hann deyr birtist Melúsína veinandi í Lusignan og svo
í klaustrinu þar sem Remondín liggur fyrir dauðanum. Op Melúsínu,
segir Jean frá Arras, boða dauða einhvers afkomenda hennar og í hvert
skipti sem kastalinn í Lusignan skiptir um eigendur birtist hún yfir kast-
alatuminum og rekur upp vein.3
frm í þessa sögu eru fléttaðar langar frásagnir af sonum Melúsínu og
Remondíns, ferðum þeirra, bardögum og kvonfangi og er það rúmlega
helmingur verksins. Þótt flestum þeirra farnist vel eru tveir þeirra sérlega
grimmlyndir: Horrible og Geoffroy. Melúsína lætur drepa þann fyrr-
nefiida til að koma í veg fyrir að hann vinni fleiri óhæfuverk. Geoffroy
skögultönn hefði ef til vill átt að fara sömu leið því hann er skapmikill og
ofsi hans verður Melúsínu að falh. En hann iðrast gjörða sinna og á eftir
að koma við sögu síðar í þessari grein.
Ævintýri og ættarsaga
Þrátt fyrir ævintýrablæinn sem einkennir verkið, lýsir Jean frá Arras því
yfir í upphafi að þarna sé á ferðinni sönn saga og beitir vel þekktum að-
ferðum til að sannfæra lesandann um að svo sé, þ.e. að vísa í önnur áreið-
anleg rit sem innihalda söguna og sem hann hefur stuðst við: „Eg hef
byrjað að skrifa þessa sögu (fr. histoire) eftir sannsögulegum krónikum
sem bæði hann [Jean af Berry] og greifinn af Sahsbury hafa látið mig fá
og samkvæmt ýmsum ritum sem fundist hafa“ (bls. 110-112). Jean frá
Arras tilgreinir ekki hverjar heimildir hans eru, en hann biður þá afsök-
unar sem telja að honum hafi orðið á í messunni við ritun sögunnar, og
tekur fram að hann vinni verkið af eins mikilli nákvæmni og hægt sé með
hfrðsjón af krónikunum, sem hann telji vera sannar. Stuttu síðar segist
hann svo auka við þennan efnivið með munnmælasögum sama efnis sem
hann hafi heyrt og sem enn séu sagðar í Poitou og víðar. Þær segi frá álf-
um og álfkonum sem birtast á nóttunni. Þá vísar hann í klerkinn Gerv-
asius frá Tilbury, höfund Otia lmperialia (1209-1214), og frásagnir hans
af álfúm, sem fara inn í hús að næturlagi, ræna börnum, limlesta þau eða
brenna en skilja þau þó eftir í sama ásigkomulagi og þau voru í þegar álf-
5 Evelyne Sorlin bendir á að sem „fylgja“ Lusignan-ættannnar líkist Melúsína írsku
Banshee sem fylgir fjölskyldu svo lengi sem hún lifir og birtist á mikilvægiim stund-
um í sögu hennar, sjá Evelyne Sorlin, Cris de vie, cris de mort. Lesfe'es du destin dans
les pays celtiques, Helsinki: Academia Scientiarum Fennica, 1991, bls. 212-216.
25