Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 29
„ÉG ELSKAHANAEINS OG HÚN ER
sætt að þegar riddarastéttinni vex fiskur um hrygg undir lok 12. aldar hafa
Melúsínu-sögumar, þar sem álfkonan kemur færandi hendi með jarðir,
kastala og afkomendur, þ.e. það sem jarðlausir riddarar sóttust eftir, átt
vinsældum að fagna.7 Ætla má að við gerð skáldsögu sinnar hafi Jean frá
Arras sótt efnivið sinn tdl fleiri en einnar fyrirmyndar en eins og Jacques
Le Goff bendir einnig á eru mestar Kkur á að firma fyrirmynd Melúsínu í
þjóðsögum og ævintýrum þar sem sagan um ættmóðurina með slönguhal-
ann sé upphaflega ævintýri sem hafi orðið að þjóðsögu og tekið þeim
breytingum sem við mátti búast í meðförum klerka og miðaldahöfunda.8
Það er fyrst í upphafi 14. aldar að álfkonan í Lusignan er nefird í rit-
uðu máli. Það er í verkinu Reductorium morale sem ritað var af Pierre frá
Bressuire (1285-1362):
Sagt er í minni sveit að volduga virkið í Lusignan hafi verið
reist af riddara og álfkonu sem hann gekk að eiga, og að álfkon-
an sé formóðir tjölmargra aðalsmaxma og mikilmenna og að
konungar Jerúsalem og Kýpur, sem og greifarnir af La Marche
og Parthenay séu afkomendur hennar. [...] En sagt er að eigin-
maðurinn hafi komið konu sinni á óvart þegar hún var nakin
og að hún hafi breyst í slöngu. Og enn þann dag í dag er sagt
að þegar skipt er um ráðamenn í kastalanum birtist slangan
þar.9
í ættarsögu Lusignan-ættarinnar eftir Jean frá Arras ber álfkonan svo
nafnið Melúsína og í meðförum bókavarðarins er „Me 1 úsínu-mmníð“
orðið að langri og flókinni skáldsögu. Stuttu síðar, um 1401-1405, er
annað verk um Melúsínu, Le Roman de Me'lusine, samið í bundnu máli af
höfundinum Coudrette, kapellána í Parthenay. Verkin eru í meginatrið-
um mjög lík þótt það seinna sé nokkuð styttra. Coudrette segist í formála
hafa hafc þrjú rit við hendina þegar hann samdi sitt verk, og ekki er ólík-
7 Jacques Le Goff, .JVIélusine matemelle et défricheuse“, bls. 328.
8 Sama rit, bls. 316-323. Sjá líka Pierre Gallais La Fée a la Fontaine et a l’arbre. Un
archétype du conte merveilletix et du récit courtois, Amsterdam-Adanta: Rodopi
(C.E.R.M.E.I.L.), 1992, bls. 35-72. Pierre Gallais tílgreinir þjóðsögur frá ýmsum
löndum, meðal annars franskar og velskar. Sjá líka Henri Fromage, „Recherches sur
Mélusine", Bulletin de la Société de Mythologie Franqaise, 86, 1973, bls. 42-73, bls.
54-57.
9 Formáb að bók XIV sjá Coudrette, Le Roman de Mélusine, présenté, traduit et
commenté par Laurence Harf-Lancner, París: GF-Flammarion, 1993, bls. 19.
27