Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 30
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
legt að saga Jean frá Arras hafi verið eitt þeirra.10 En hvers vegna leitast
Jean frá Arras svo mjög við að undirstrika trúverðugleika jafit ótrúverð-
ugrar frásagnar? Hvað var í húfi fyrir hertogann? Það skýrist þegar verk-
ið er sett í samhengi við ritun sögulegra skáldsagna á þessu tímabili. Um
1200, eða stuttu efdr að Chrétien ffá Troyes samdi seinasta verk sitt Le
Conte du graal, var farið að skrifa rómönsur í óbundnu máh í Frakk-
landi.11 Við það tók innihald rómönsunnar ákveðnum breytingum og
hún varð að hluta til trúarlegri og tdirgripsmeiri, enda voru það einkum
trúarleg rit og söguleg (krónikur, annálar) sem höfðu fram að því verið
skrifuð í óbundnu máh. Obundna málið var mál sannleikans og því fékk
skáldskapurinn á sig sannsögulegri blæ við það eitt að vera leystur úr
böndum ríms og atkvæða. Prósaskáldsögurnar náðu svo smátt og smátt
yfirhöndinni og „þýða“ þurfti gömlu ljóðsögurnar og kappakvæðin fiuir
lesendur, þ.e. endursegja í óbundnu máh, þar sem tungumálið tók bre}T-
ingum og smekkurinn þróaðist. A 14. öld höfðu prósaskáldsögumar náð
mikilli útbreiðslu og þar fer að gæta sterkra áhrifa sögulegra verka.
Skáldsögur eru settar fram sem sögulegar frásagnir, eins og gert hafði
verið í upphafi skáldsagnaritunar um miðbik 12. aldar, og til að auka trú-
verðugleika verka sinna undirstrika höfundar að ekki sé verið að fara með
fleipur. Dæmi um þetta eru ættarsögurnar sem nutu sérstakra vinsælda
hjá aðlinum.12 Þeim var ædað að upphefja einstaklinga, fjölskyldur og
ættir, raunverulegar eða goðsögulegar, og gám gegnt mikilvægu pólitísku
hlutverki þegar um tilkall til valda eða yfirráða var að ræða. Því var hætt
við að vægi þeirra minnkaði væri farið að efast um merkingu þeirra eða
sannleiksgildi. Það kemur því ekki á óvart að höfundur Le Roman de
Mélusine eða La Noble Histoire des Lusignan, sem er ættarsaga í óbundnu
máli, vísi í heimildir sínar: þannig fær verkið formlegra }dirbragð og
verður hluti af hefð, bæði munnlegri og skriflegri. Jean frá Arras tekur
10 Coudrette, Le Roman de Mélusine, bls. 40-41. Einnig er mögulegt -að Jean frá Arras
og Coudrette hafi haft sama verk fyrir augum þegar þeir sömdu sínar sögur. Það
verk gæti þá hafa verið samið um 13 74, á tímum umsátursins urn Lusignan í Hundr-
að ára stríðinu, sjá t.d. Jacques Le Goff, „Mélusine maternelle et défricheuse", bls.
312-314.
11 Chrétien frá Troyes (?—1191?) er einn frægasti miðaldahöfundur Frakka. Hann
samdi fimm Ijóðsögur eða rómönsur í bundnu máli: Cligés, Erec et Enide, Yvain,
Lancelot og Le Conte du graal.
12 Sjá t.d. Michel Zink, Littérature frangaise du moyen áge, París: Presses Universitaires
de France, 1992, bls. 329-336.
28