Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 32

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 32
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR um í Armeníu þar sem hún átti að bíða komu riddara sem vakað gæti yfir sparrhauk sem hún gætti um Jónsmessuna án þess að biðja um ást henn- ar. Riddarinn sem stóðst þrautina, afkomandi Guy af Lidu-Armeníu, varð ástfanginn af henni, en við það hlaut hann bölvun og átti afkomandi hans í níunda lið að glata konungsríki hans. Það kom í hlut Léon af Lu- signan, sjötta og seinasta konungs Litlu-Armeníu, sem dó í París þrem- ur árum fyrir krossferðina 1396. Þannig tengjast systurnar þrjár hnignun Lusignan-ættarinnar. En hver voru tengsl Jean af Berry við Lusignan og hvaða hagsmuna átti hann að gæta? Hertoginn af Berry var sonur Jóhanns góða Frakklandskonungs og Bonne af Lúxemborg. Hann varð greifi af Poitou árið 1356, en sama ár var faðir hans tekinn til fanga í bardaganum um Poitiers þar sem Eng- lendingar báru sigurorð af Frökkum. Brétigny-sáttmálinn, sem var undir- ritaður árið 1360, kveður á um að Englandskonungur endurheimti greifa- dæmið Poitou ásamt Akvitaníu, sem Elenóra af Akvitaníu hafði upphaflega fært ensku krúnunni þegar hún gekk að eiga Hinrik greifa af Anjou árið 1152, sem varð svo Hinrik II Englandskonungur tveimur ár- um síðar.14 Karl V Frakklandskonungur hófst handa við að endurheimta Akvitaníu 1368 og fékk bróður sínum Jean af Berry yfirráð yfir Poitou. I lok 1372 tilheyrði greifadæmið Poitou aftur Frakklandi (Loudun-sáttmál- inn) en Englendingar réðu enn yfir nokkrum virkjum, þar á rneðal Lus- ignan-kastalanum sem var eitt voldugasta virkið í greifadæminu. I mars 1373 hóf hertoginn af Berry umsátur um kastalann sem hann náði svo á sitt vald rúmlega einu og hálfu ári síðar eftir mikið samningaþóf og fjár- útlát. Frakkar og Englendingar héldu hins vegar áffam að berjast um Poi- tou og 1392 er greifadæmið meðal þeirra svæða sem Englendingar gera enn ttilkall ttil. Þetta ár hóf Jean ffá Arras ritun sögu sinnar Le Roman de Mélusine eða La Noble Histoire des Lusignan fyrir Jean af Berry sem var þá mikið í mun að tryggja yfirráð sín í Poitou. I eftirmálanum segir höfund- urinn ffá umsátri hertogans um Lusignan-kastalann 1373-1374 og tekur fram að þá hafi Melúsína einmitt birst, sem hafi verið merki þess að eig- endaskipti væru í vændum. Svo minnir Jean frá Arras á að kastalinn muni 14 Elenóra af Akvitaníu (1122-1204) var ein af áhrifamestu konum í Evrópu á 12. öld og afbragðs kvenkostur. Hún gekk að eiga Loðvík VII Frakklandskonung árið 1137 en þau skildu árið 1152 og örfáum mánuðum síðar giftíst hún Hinrik greifa af An- jou sem varð konungur yfir Englandi 1154. Hún varð því Englandsdrottning eftír að hafa verið drottning yfir Frakklandi í fimmtán ár. 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.