Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 32
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
um í Armeníu þar sem hún átti að bíða komu riddara sem vakað gæti yfir
sparrhauk sem hún gætti um Jónsmessuna án þess að biðja um ást henn-
ar. Riddarinn sem stóðst þrautina, afkomandi Guy af Lidu-Armeníu,
varð ástfanginn af henni, en við það hlaut hann bölvun og átti afkomandi
hans í níunda lið að glata konungsríki hans. Það kom í hlut Léon af Lu-
signan, sjötta og seinasta konungs Litlu-Armeníu, sem dó í París þrem-
ur árum fyrir krossferðina 1396. Þannig tengjast systurnar þrjár hnignun
Lusignan-ættarinnar. En hver voru tengsl Jean af Berry við Lusignan og
hvaða hagsmuna átti hann að gæta?
Hertoginn af Berry var sonur Jóhanns góða Frakklandskonungs og
Bonne af Lúxemborg. Hann varð greifi af Poitou árið 1356, en sama ár
var faðir hans tekinn til fanga í bardaganum um Poitiers þar sem Eng-
lendingar báru sigurorð af Frökkum. Brétigny-sáttmálinn, sem var undir-
ritaður árið 1360, kveður á um að Englandskonungur endurheimti greifa-
dæmið Poitou ásamt Akvitaníu, sem Elenóra af Akvitaníu hafði
upphaflega fært ensku krúnunni þegar hún gekk að eiga Hinrik greifa af
Anjou árið 1152, sem varð svo Hinrik II Englandskonungur tveimur ár-
um síðar.14 Karl V Frakklandskonungur hófst handa við að endurheimta
Akvitaníu 1368 og fékk bróður sínum Jean af Berry yfirráð yfir Poitou. I
lok 1372 tilheyrði greifadæmið Poitou aftur Frakklandi (Loudun-sáttmál-
inn) en Englendingar réðu enn yfir nokkrum virkjum, þar á rneðal Lus-
ignan-kastalanum sem var eitt voldugasta virkið í greifadæminu. I mars
1373 hóf hertoginn af Berry umsátur um kastalann sem hann náði svo á
sitt vald rúmlega einu og hálfu ári síðar eftir mikið samningaþóf og fjár-
útlát. Frakkar og Englendingar héldu hins vegar áffam að berjast um Poi-
tou og 1392 er greifadæmið meðal þeirra svæða sem Englendingar gera
enn ttilkall ttil. Þetta ár hóf Jean ffá Arras ritun sögu sinnar Le Roman de
Mélusine eða La Noble Histoire des Lusignan fyrir Jean af Berry sem var þá
mikið í mun að tryggja yfirráð sín í Poitou. I eftirmálanum segir höfund-
urinn ffá umsátri hertogans um Lusignan-kastalann 1373-1374 og tekur
fram að þá hafi Melúsína einmitt birst, sem hafi verið merki þess að eig-
endaskipti væru í vændum. Svo minnir Jean frá Arras á að kastalinn muni
14 Elenóra af Akvitaníu (1122-1204) var ein af áhrifamestu konum í Evrópu á 12. öld
og afbragðs kvenkostur. Hún gekk að eiga Loðvík VII Frakklandskonung árið 1137
en þau skildu árið 1152 og örfáum mánuðum síðar giftíst hún Hinrik greifa af An-
jou sem varð konungur yfir Englandi 1154. Hún varð því Englandsdrottning eftír
að hafa verið drottning yfir Frakklandi í fimmtán ár.
30