Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 35
„ÉG ELSKAHANAEINS OG HÚNER ..."
eins og Patricia Victorin bendir réttilega á er hann miðpunktur sem skil-
ur ekki aðeins á milli fegurðar hennar og ljótleika heldur undirstrikar
hann einnig tvíþætta náttúru álfkonunnar.19 Eins og flestum er kunnugt
er naflinn lítið ör sem myndast stuttu eftir fæðingu þegar naflastrengur-
inn sem tengdi barnið við móðurina dettur af. Naflinn er þannig til
merkis um upprtma bamsins, og allir, nema Adam og Eva (og e.t.v.
nokkrir púkar), hafa nafla. Naflinn - omphalos á grísku - hefur einnig
táknrænt vægi, ekki síst sem nafli heimsins, þ.e. miðpunktur eða upphaf
sköpunarinnar í mörgum trúarbrögðum. Ekkert bendir til þess að nafli
Melúsínu sé óvenjulegur á annan hátt en þann að tilheyra óvenjulegri
sögupersónu. Vægi hans er þó mikið því hann er ekki aðeins sá mið-
punktur sem grimm örlög Melúsínu hverfast um einu sinni í viku, held-
ur má rekja þangað allar ófarir ættarirmar. Hann er því miðpunktur
verksins alls. Því til áherslu verður Remondín fyrir því óláni að stinga
Aymeri greifa, frænda sinn, beint í naflann stuttu áður en hann hittir
Melúsínu í fyrsta sinn. A villisvínaveiðum taka Remondín og Aymeri tal
saman undir stóm tré þegar dimma tekur, kveikja eld og bíða þess að
máninn varpi skini sínu yfir skóginn. Fullt tunglið fetar sig upp á himin-
inn þegar furðu stór og ffoðufellandi villigöltur kemur æðandi í átt til
þeirra með opinn kjaft og ræðst á greifann.20 Aymeri verst en tekst ekki
að fella dýrið. Remondín leggur þá til skepnunnar en sverð hans rennur
af baki galtarins með þeim afleiðingum að Remondín rekur frænda sinn
óvart í gegn í naflastað (bls. 146-156). Harmi lostinn reikar Remondín
um skóginn og rekst þar á tilvonandi eiginkonu sína við uppsprettu.
Ovænt árás galtarins er þannig lykillinn að fundi Remondíns og Melús-
ínu og virðist hafa það hlutverk að leiða þau saman.21
19 Patricia Victorin, „Le nombril de Mélusine ou la laideur en partage dans la Mélusine
de Jean d’Arras", Le Beau et le Laid au Moyen Age, Senefiance Nr. 43, CUER MA,
2000, Université de Provence, bls. 533-546, bls. 536.
20 Um tengsl Melúsínu og tunglsins, sjá eftirmála Michéle Perret í þýðingu hennar á:
Jean d’Arras, Le Rrnnan de Mélusine ou l’Histoire des Lusignan, París: Stock, bls.
313-332, bls. 326.
21 Margt bendir til að fundur Melúsínu og Remondíns sé engin tilviljun og það er ekki
sjaldgæft í frönskum riddarasögum að álfkona lokki til sín manninn sem hún hefúr
hrifist af, t.d. fýrir milligöngu dýrs. Bo Almqvist bendir hins vegar á að í selakonu-,
haftneyjar- og svanameyjarsögum þar sem dauðlegur maður gengur að eiga konu úr
öðrum heimi sé það alltaf karlmaðurinn sem hefur frumkvæðið, þ.e. rænir þaðra-
hami eða selshami. Sjá Bo Almqvist, „The Mélusine Legend in Irish Folk Trad-
ition“, Mélusines continentales et insulaires. Actes du colloque intemational tenu les 27
33