Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 38
ÁSDÍS R. jMAGNÚSDÓTTIR
inn uppruni álfkvenna var litánn hornauga af kirkjunni. Það er sama hvað
Melúsína gerir og hversu mörg klaustur og kirkjur hún reisir, áhrínsorð-
unum verður ekki af henni létt. Neikvæða sýn klerka á konuna ber líka
að setja í samband við hina fullkomnu eða algeru ást (ff. fm,amoi), sem
trúbadúrarnir í Suður-Frakklandi kváðu um á 12. öld, og sögurnar um
elskendurna Trístan og Isold, Lancelot og drottningu Artúrs konungs,
sem nutu mikilla vinsælda á miðöldum.26 Konan og ástin sem hún vekur
eru hættulegar karlmanninum, ekki aðeins vegna syndarinnar sem ást í
meinum hefur í för með sér heldur einnig vegna þess að bönd ástarinn-
ar - jafhvel innan hjónabandsins - geta haft slæm áhrif á eiginmanninn
og dregið úr honum allan dug.27 Kannski voru áhyggjur veislugesta í
brúðkaupi Melúsínu og Remondíns ekki ástæðulausar þegar allt kemur
til alls. Sleginn töfrum (ástarinnar?) grunaði Remondín konu sína ekki
um neitt illt, þó svo að loforðið sem hún tók af honum við uppsprettuna
hefði átt að nægja til að vara hann við.
Undur eöa ást?
Tvö hundruð ár skilja að höfund Roman de Mélusine ou La Noble Histoire
des Lusignan og klerkana sem færðu í letur fyrstu sögurnar um álfkonuna
með slönguhalann og eitt af mörgu sem aðgreinir verk ritara Jean af
Berry frá þeim frásögnum er pólitískt vægi ættarsögunnar. Sem slíkt er
verkið margþætt: sonum Melúsínu og Remondíns vegnar vel og Geof-
froy skögultönn tekur við Lusignan af föður sínum þó Melúsína segi til
um hnignun ættarinnar í þann mund er hún yfirgefur rnann sinn. Saga
Melúsínu endar hins vegar illa.28 A þann veg var Melúsínu-minnið í
valdsins, sjá Ana Pairet, „Melusine’s Double Binds. Foundation, Transgression, and
the Genealogical Romance", Reassessing the Heroine in Medieval French Literature,
ritstj. Kathy M. Krause, Gainesville: University Press of Florida, 2001, bls. 71-86.
26 Marie-Geneviéve Grossel, „Fée en degá, démone au delá : remarques sur les aspects
inquiétants du personnage mélusien“, Mélusine. Actes du Colloque du Centre d’Et-
udes Médiévales de l’Université de Picardie Jules Vernes, Greifswald: Reineke-Ver-
lag (Etudes médiévales de Greifswald 65), 1996, bls. 61-76, einkum bls. 76.
27 Chrétien de Troyes íjallar t.d. um letjandi áhrif ástarinnar á karlmanninn - riddar-
ann í ljóðsögunni Erec et Enide (u.þ.b. 1171) þar sem Erec er svo heillaður af eigin-
konu sinni að hann missir allan áhuga á riddaramennsku.
28 Nýlega var bandaríska kvikmyndin Splash í leikstjórn Ron Howards (1984) sýnd í
Ríkissjónvarpinu en söguþráður hennar minnir um margt á verk Jean ffá Arras. Þar
segir frá því hvernig hafmeyja bjargar ungum manni frá drukknun og fer svo að leita
36