Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 42
TORFT H. TULINIUS
eða klerkleg menning og menning leikmanna hafa verið þeim framandi.
Þeim sem settu fomsögumar saman hefur vafalaust ekki dottið í hug að
þær yrðu lesnar öllum þessum öldum síðar og höfðu að sjálfsögðu engar
forsendur til að gera sér í hugarlund með hvaða hugtökum remt tnði að
fá bom í þær. Rétt eins og rithöfundar nú á tímum lögðu þeir sig fyrst og
fremst fram við að skapa eitthvað sem hafði merkingu fyrir samtúna
þeirra á þeim forsendum sem þá vom fyrir hendi í þeirra eigin menn-
ingu.
Það er bæði spennandi og ögrandi verkefhi að rema að skilja þessar
forsendur og þá um leið hvaða merkingu fomsögumar höfðu frTÍr sam-
tíma þeirra. Það er spennandi vegna þess að við erum óvenju auðug af
heimildum um 13. öldina á Islandi, ekki síst urn þann þjóðfélagshóp sem
að öllum Lflándum ól af sér fornsögumar. Þetta gerir rannsókn á skír-
skotun bókmenntasköpunar til sögulegs veruleika hklegri til árangurs
hér á landi en í mörgum öðmm löndum á svipuðu tímaskeiði. Verkefnið
er ögrandi vegna þess að þrátt frnir þessar auðugu heimildir era miklar
og margtáslegar gloppur í þeim og ber þar hæst nærri því algeran skort á
beinum lýsingum á því hverjir settu sögurnar saman og handa hverjum.
Þessi hindrun er þó ekki með öllu óyfirstíganleg þar sem ráða má
ýmislegt út frá hkum, með samanburði \uð það sem tíðkaðist hjá öðrum
þjóðnm um svipað leyti og með stuðningi af því Htla sem þó er vitað um
höfunda og viðtakendur þessara sagna. Hér verður rejmt að gefa Htla
hugmynd um hversu nærri megi komast þ\’í að skilja fomsögu á forsend-
um samtíma heimar með því að rannsaka Eyrbyggja sögu, nánar riltekið
eina efrirminnilegustu frásögn hennar, þáttinn af Fróðárandram.
Undarlegar afturgöngur
Sagt er frá Fróðárundrum í sex köflum Eyrbygg/a sögu, 50. til 55., en sag-
an er alls sextíu og fimm kaflar að lengd í útgáfu Einars Olafs Sveinsson-
ar í Islenskum fornritum.2 Þau hefjast með skipakomu frá Dyflinni seint
um sumarið þegar krismi er lögtekin á Islandi. Um borð er roskin kona
frá Suðureyjum, Þórgunna að nafni. Hún flytur með sér ýmsa dýrgripi.
Þeir vekja ágimd Þuríðar húsfreyju að Fróðá, sem býður Þórgunnu vet-
2 Eyrbyggja saga, útg. Einar Ól. Sveinsson, íslensk fornrit 4, Reykjatik 1935. Hér eft-
ir verður vísað í útgáftma með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli.
4°