Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 43
HLUTVERK GOÐORÐSMANNSINS
ursetu með það fyrir augum að hafa af henni gripina. Þórgxmna segir þá
ekki fala.
Síðla sumars rignir blóði yfir heimilisfólkið á bænum þar sem það er
við heyskap. Blóðið þomar ekki af amboðum Þórgunnu og hún leggst
banaleguna það sama kvöld. Hún kallar til sín Þórodd bónda og tekur af
honum tvö loforð. Hið fyrra er að láta flytja lík hennar í Skálholt, en hún
telur að þar sé að finna presta sem getá sungið yfir moldum hennar. Eng-
ir prestar em komnir á Snæfellsnesið þegar hér er komið sögu, enda
landið nýlega kristnað. Síðara loforðið er að farga dýrlegum rekkjubún-
aði („kulti“ og ,,ársal“) sem Þuríður hefur augastað á. Hún megi fá skar-
latsskikkju en ekld rekkjubúnaðinn vegna þess „að mér þykir illt, að
menn hljótá svo mikil þyngsl af mér, sem ég veit að verða mun, ef af er
bmgðið því, sem ég segi fyrir“ (bls. 142). Þóroddur hyggst efha bæði lof-
orðin en Þuríður stöðvar hann þar sem hann er að brenna rúmfötin og
beitir kvenlegum þokka sínum tál að telja honum hughvarf.
Eigi að síður efnir hann önnur loforð sín við Þórgunnu. Þegar menn
hans gista á bæ einum á leið sinni með lík Þórgunnu í Skálholt vakna þeir
við það að hún hefur risið upp frá dauðum um stundarsakir til að útbúa
mat handa þeim. Fleira frásagnarvert gerist ekki í þeirra ferð, en þegar
aftur er komið að Fróðá hefjast hin eiginlegu undur. Fyrst birtást „urðar-
máni“ á þili skálans og fer andsælis um veggina. Þá deyr smalamaður og
gengur aftur, svo annar heimilismaður og síðan fleiri þar tál sex hafa lát-
ist. Þeir em grafnir við kirkju, en án yfirsöngva þar sem enginn kunni
slíkt. Undarleg hljóð taka að berast úr skreiðarhlaðanum eins og verið sé
að rífa skreiðina, en þegar hlaðinn er gaumgæfður finnst þar ekkert kvikt.
Nú fer Þóroddur húsbóndi við sjötta mann á skipi sínu tál að sækja
meiri skreið. Á meðan hann er í burtu birtást önnur furða: selshöfuð
kemur upp úr langeldinum og þótt kona ein reyni að berja á því stígur
það upp við hvert högg og „gægðisk upp á ársalinn Þórgunnu“. Það
hverfur ekki fyrr en Kjartan sonur húsfreyjunnar lemur það með sleggju.
Sömu nótt hvolfir skipi þeirra Þórodds og allir farast. Þegar það spyrst
er boðið tál erfidrykkju og mæta hinir nýdmkknuðu líka tál veislunnar.
Fyrst telja menn að þetta boði gott, en þegar afturgöngurnar yfirgefa
ekki híbýlin að erfinu loknu líst heimilisfólkinu á Fróðá ekki lengur á
blikuna. Til að bæta gráu ofan á svart bætast þeir sex sem áður höfðu lát-
ist í hópinn og sitja afturgöngurnar allar saman í kringum langeldinn. Þá
birtást hið þriðja undur. Þykkur svartur hali gægist upp úr skreiðarstafl-
41