Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 48
TORFIH. TULINIUS
Snorra goða hentaði Sturlungum sérlega vel vegna þess að hann hafði
flutt af Snæfellsnesinu þótt forfeður hans hafi verið þar landnámsmemi
og valdamenn, eins og hann sjálfur. Því mátti nota minningu hans til að
réttlæta það að þeir hefðu náð völdum í héraðinu. Þeir voru ekki að-
komumenn, heldur afkomendur Snorra og forvera hans. Þeir voru að
koma aftur irm á svæði þar sem ætt þeirra hafði farið með mannafoiTáð
ffá öndverðu.
I fyrmefndri grein telur Vésteinn að söguna af Fróðárandrum megi
skilja í ljósi almermrar hneigðar sögunnar til að hampa Snorra goða sem
höfðingja. Hann tekur upp ábendingu Einars Olafs, sem hann setti fram
í inngangi að útgáfu sinni á Eyrbyggju, um að hún sé „saga um vaxandi
,skipulag‘, vaxandi reglu, um leið og hún er saga um vaxandi veldi
Snorra“ (bls. lvi) og sýnir fram á að hlutdeild Snorra í niðurkvaðningu
reimleikanna að Fróðá falh að almennri hneigð sögunnar. Snorri goði
leggur til ráðin sem duga til að losa heimilisfólkið við afturgöngurnar.
Rétt áður en undrin hefjast er sagt frá kristnitökunni og að Snorri flutti
„mest við Vestfirðinga, að \dð kristni væri tekið“ (bls. 136). En um leið
og þeim lýkur er sagt frá ferð Snorra á Strandir til að hafa hemil á óald-
arflokki sem þar óð uppi.
A tök um lögsögu
Ég er sammála Vésteini og tel að ganga megi lengra í að sýna að frásögn-
in af því hvemig btmdinn var endi á þessa atburði hafi haft ákveðna skír-
skotun til samtímaveruleika höfúndar og viðtakenda sögunnar á 13. öld. I
þessu skyni mun ég fýrst beina sjónum mínum að dyradómnum sem sett-
ur er til að lögsækja afturgöngumar og dæma þær til að yfirgefa bæinn.
Kjartan G. Ottósson bendir á að hér, eins og í mörgu öðm í þættinum af
Fróðárundmm, sé sagan einsdæmi. Hvergi annars staðar í íslenskum
heimildum er höfðað mál á hendur afturgöngum til að k\;eða þær niður.1,
Reyndar nefnir Kjartan í aftanmálsgrein að Adolf Jacoby hafi í ritgerð frá
árinu 1913 fundið annað dæmi úr miðaldasögunni urn að slíkt hali verið
gert. Það var á 15. öld í Þýskalandi þegar ábóti efndi til réttarhalda }dir
son í formála sínum að sögunni að furðumargt sé líkt í Heðskap þeim sem finna má
í sögunni og vísum sem tilfærðar eru efrir Sturlungum eða áhangendum þeirra á
fyrri hluta 13. aldar og telur hann að þetta bendi til tengsla milli höfundar sögunn-
ar og ættarinnar (bls. xlix-li).
17 Kjartan G. Ottósson, Fróðárundur, bls. 109.
46