Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 50
TORFIH. TULENTUS
og höfðingja á íslandi voru um yfirráðin yfir eignuni kdrkjunnar, hin svo-
kölluðu „staðamál“, en deiluefnin voru fleiri. Færa má rök fi,Tir því að af-
drifaríkustu deilumar hafi átt sér stað milli Guðmundur Arasonar, sem var
biskup á Hólum firá 1203 til 1237, og höfðingja á Norðurlandi á fyrstu
áratugum 13. aldar. Þessar deilur stóðu harmær öll biskupsár Guðmund-
ar. Kveikjan að þeim voru átök Guðmundar og Kolbeins Tumasonar, for-
ystumanns Asbiminga, en sú ætt fór með héraðsvöld í Skagafirði. Atök
þessi snemst um ólíkar skoðanir á lögsögu höfðingja og biskups.
Mikilvægur þáttur í baráttu kirkjunnar fi7rir auknu sjálfsforræði fólst í
því að tryggja betur sérstöðu presta í samfélaginu. Með vígslunni gengu
þeir í kirkjuna og vom því aðgreindir frá öðrum. Enn fremur styrkti
kirkjan og jók verulega löggjöf sína á 12. og 13. öld.22 Því var það stefna
kirkjunnar að dómsvald yfir vígðum mönnum skyldi vera alfarið á henn-
ar höndum. Þótt leikmenn í Noregi hafi fallist á þetta um leið og erki-
biskupsdæmi var komið á í Niðarósi 1152/53, vildu íslenskir höfðingjar
ekki samþykkja þetta.23 Þegar Guðmundur hugðist framfylgja þessu,
skömmu eftir að hann kom heim úr vígsluför sinni, lenti hann í sinni
fyrstu deilu við Kolbein.
Oþarfi er að rekja þessar deilur hér þar sem þeim em gerð piýðileg skil
í riti Magnúsar auk þess sem lesa má um þær í Islendingasögu Sturlu Þórð-
arsonar.24 Það eftirtektarverða við þær er hversu þungbærar þær em öll-
um sem hlut eiga að máli. Biskup beitir því valdi sem hann hefur, þ.e. til
að bannfæra þá sem óhlýðnast honum. Þeir sem verða fyrir bannfæringu
mega ekki sækja kirkju né undirgangast neinar þær athaftúr sem kirkjan
stýrir. Þetta þýðir að þeir em í miklum sálarháska þar sem þeir geta dá-
ið án syndaaflausnar og farið til helvítis. Enginn virðist hafa efast um
22 Sjá grein mína „Guðs lög í ævi og verkum Snorra Sturlusonar", Ný Saga 8 (1996),
bls. 31-10.
23 Magnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist", bls. 126. Itarlegri umfjöllun um stöðu þess-
ara mála í Noregi er að finna hjá Guðrúnu Ásu Grímsdóttur, „Um afskipti erkibisk-
upa af íslenzkum málefnum á 12. og 13. öld“, Saga 20 (1982), bls. 31-32. Tregða ís-
lenskra höfðingja tíl að efrirláta kirkjunni dómsvaldið í málefnum klerka á sér
hliðstæður sunnar í Evrópu um svipað leyti. Þannig varð stjórnsamur konungur eins
og Hinrik 2. af Englandi að hverfa frá því að dæma í málum kirkjunnar manna, efc-
ir morðið á Tómasi erkibiskupi af Kantaraborg 1170 (Encyclopedia Britannica 8,
Chicago 1966, bls. 458).
24 Sturlunga saga I—III, ritstj. Ömólfnr Thorsson o.fl., Reykjavík: Svart á hvítu 1988,
bls. 214-220.
48