Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 55
HLUTVERK GOÐORÐSMANNSINS
þörf hafi skapast fyrir hugmyndafræðilega réttlætingu á valdi goðans,
ekki síst með trilhti til valdsviðs kirkjunnar. Ein leið var að benda á að vald
höfðingja ætti rætur í einhverju yfirsldlvitlegu, ekki bara sögunni, sem
var vissulega mikilvægt, heldur Kka í fomu hlutverki goðanna, sem var
bæði trúarlegt og póhtískt. Fáar sögur gera meira úr þessu hlutverki goð-
anna í heiðni en Eyrbyggja. Raunar em þær naumast fleiri sem gera meira
úr því að einstaka goðar hafi ráðið miklu um kristnitökuna.
Það er í þessu samhengi sem áhugavert er að skoða Fróðárundrin og
þátt Snorra goða í að kveða þau niður. Deilumar um dómsvaldið yfir
klerkunum sýna að íslensku höfðingjunum var annt um dómsvald sitt.
Þeir höfðu raunar sérstöðu á þessum tíma sé miðað við nágrannalöndin
þar sem dómsvaldið yfir klerkum hafði verið eftrirlátdð kirkjunni (reynd-
ar efrir nokkur átök í Englandi í kringum 1160). Freistandi er að tengja
þessa sérstöðu Islands við það að hér er ekki konungsvald fyrr en eftír
1262. Það hefur bæði þau áhrif að enginn einn getur afsalað sér þessu
valdi (eins og Hinrik 2. Englandskonungur neyddist til að gera eftir
morðið á Tómasi Becket) og eiirnig þau að dómsvald goðanna verður að
réttlæta með öðrum hætti en að það sé fengið ffá konungi.
Söguna af niðurkvaðningu Fróðárundra má því lesa sem eins konar
réttlætingargoðsögn. Með því að sýna verkaskiptingu klerka og goða við
að fást saman rið hið yfirskilritlega, en þó undir forræði goða, hampar
sagan álnæðinni þjóðfélagsskipan. Að þessu leyti hljómar frásögnin sam-
an rið fleira í sögunni, svo sem miðlægt hlutverk Snorra goða og lýsing-
una á hofinu og hlutverki hofgoðans í upphafi. A þennan hátt gæðir Eyr-
byggja saga samtíma sinn merkingu um leið og hún lýsir sjálfsmynd
goðorðsmannsins andspænis kirkjunni.
Eftirmáli: Samræða draugasagna
Að lokum skal aftur vikið að Þórði Sturlusyni og nánum tengslum hans
og sona hans rið Guðmund Arason biskup. Ein frægasta og magnaðasta
saga af reimleikum sem finna má í íslenskum miðaldahetmiidum er af því
hvemig Guðmundur vann bug á draugnum Selkollu í Steingrímsfirði á
Ströndum. Guðmundur er í útlegð frá Hólastóh eftir fyrmefnd átök sín
rið höfðingjana og leitar skjóls á Vesturlandi hjá Sturlungum og áhang-
endum þeirra. Þar á meðal em Jónssynir sem em bændur og fyrirmenn
í Steingrímsfirði, en móðir þeirra var hálfsystir Þórðar Sturlusonar, dótt-
53