Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 56
TORFI H. TULINIUS
ir Hvamm-Sturlu af fyrra hjónabandi. Dvelur Guðmundur um hríð á
Ströndum og hafa varðveist frásagnir um það.
Selkolla er illur andi sem hlaupið hefur í óskírt meybarn sem dó þeg-
ar verið var að flytja það til kirkju. Hún tekur á sig ýmiss konar forrn,
„stundum með vænu áliti, en stundum með selshöfði“. Af því fær hún
nafnið.3 Hún gerir alls konar óskunda þarna fyrir vestan þar til Guð-
mundur kveður hana niður. Annars vegar lætur hann halda helgar at-
hafnir og setja niður krossa þar sem óvætturinn hefur horfið ofan í jörð-
ina. Hins vegar ræðst Guðmundur sjálfur á fordæðuna, þegar hann slær
hana í höfuðið og formælir henni. Segja má að öflin sem sigra Selkollu
séu tákn og helgi hinnar heilögu kirkju en líka kraftur sem býr í persónu
Guðmundar sjálfs. Athyglisvert er að í Eyrbyggju má sjá svipaðan kraft
sem hrín á afturgöngum, en í tilfelli sögunnar býr hann í Kjartani Þór-
oddssjmi sem er af goðaætt (bls. 147).
Selkolluþáttur er sagður í Guðmundar sögu Arasonar efdr Arngrím
ábóta Brandsson sem rituð var um miðja 14. öld, þ.e. urn hundrað árum
eftir að Eyrbyggja saga var samin. Er biskupasagan af allt öðru tagi en Is-
lendingasagan, þar sem hún mun hafa verið upphaflega rituð á latínu til
að sannfæra erlenda menn um helgi Guðmundar Arasonar. Eigi að síður
á frásögnin um Selkollu rætur lengra aftur í tímann þar sem Arngrímur
vitnar til „herra Sturlu (...) er þessa sögu samsetti“.38 Fræðimenn hafa
ekki efast um að Sturla sá er Arngrímur nefnir sé Sturla Þórðarson,
sagnaritari og lögmaður (1214—1284), einn af sonum Þórðar Sturluson-
ar.39 Er hugsanlegt að Selkolluþáttur hafi verið í hinni upprunalegu Is-
lendingasögu Sturlu, en að sá sem steypti henni og fleiri sögum saman í
Sturlunga sögu hafi sleppt honum?
Hvað sem því líður bendir flest til þess að þegar Eyrbyggja saga var
samin hafi sögur gengið - ekki síst á Vesturlandi - af sérlegum hæfileik-
um Guðmundar biskups við að kveða niður óvætti. Því má líta svo á að
frásagnirnar tvær, Selkolluþáttur og Fróðárundrin, ræði saman á vissan
hátt. Sú fyrri dregur fram hæfileika forystumanns heilagrar kirkju til að
hreinsa landsvæði af óvætti. Sú síðari sýnir dæmi um samvinnu klerka og
goða við svipaða iðju. I þessari samræðu gæti endurómað öimur sem stóð
37 GtitSmundar saga Arasonar eftir Amgiím ábóta Brandsson, Byskupasögur III, útg. Guðni
Jónsson, Reykjavík: íslendingasagnaútgáfan, Haukadalsútgáfan, 1953, bls. 277.
38 Guðmundar saga, bls. 278.
39 Sjá t.d. inngang Guðna Jónssonar að útgáfu sinni á Guðmundar sögu, bls. viii.
54