Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 59
Guðrún Nordal
Tilbrígði um Njálu
1
Ein áhugaverðasta spuming miðaldafræða snýr að texta hvers verks,
sögu, kvæðis eða lærdómsrits. Með því er vísað til þeirra handritatexta
sem varðveittir eru af hverju verki, en ekki til verksins sjálfs. Hver er hirm
‘rétti’ texti Egils sögu, Njáls sögu, Sturlunga sögu eða Snorra Eddu sem
leggja skal til grundvallar bókmenntalegri umfjöllun á verkinu og hver
eru takmörk þeirra texta sem varðveist hafa í handritum? Þetta eru vita-
skuld lykilspurningar því að meginmáli sldptir að sátt sé um texta þeirra
verka sem hugmyndir okkar um bókmenntir og samfélag miðalda eru
reistar á.
Miðaldaverk breytast einatt í handritum. I sumum þeirra er aðeins
hnikað til orði og orði, en aðrir skrifarar eða ritstjórar breyta merkingu,
opinbera annan og óvæntan skilning sinn á verkinu og laga það að
breyttum viðmiðunum í samtíma sínum. Stundum eru breytingamar svo
miklar að til verður ný gerð eða jaínvel nýtt verk. I þeim tilvikum er
ómögulegt að draga upp mynd af hinu upprunalega verki, ekld síst ef það
tengist ekki þekktum höfundi og þar með tálteknu menningarumhverfi,
en sú er til dæmis raunin um íslendingasögur. Stundum er jafnvel ósýnt
að saga hafi orðið til í eitt skipti fýrir öll sem einn stöðugur og óbreytan-
legur texti. En jafhvel þó að hægt sé að nafhgreina höfund rits eins og
Snorra Eddu stendur það verk heldur ekki óhaggað í miðaldahandritum.
Þvert á móti. Snorra Edda tekur mjög róttækum breytingum í handritum
á fjórtándu öld.1 Vissulega er hægt að gera samkomulag um einn texta
1 Sjá greinargerð um handrit Snorra Eddu í Guðrún Nordal, Tools ofLiteracy: The Role
ofSkaldic Verse in Icelandic Textual Culture ofthe Twelfth and Thirteenth Centuries, Tor-
onto, Buffalo, London: University of Loronto Press, 2001, bls. 41-72.
57