Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 67
TILBRIGÐIUM NJALU
sömu skoðunar um mikilvægi þeirra. Það er efdrsóknarvert að skýra
hlutverk vísna í sögunni almennt með hliðsjón af stöðu dróttkvæða í rit-
menningunni um 1300, en á þeim tíma er líklegt að vísunum hafi verið
smeygt inn í fyrri hluta sögunnar. Svo vill til að helstu varðveittar ffæði-
bækur um dróttkvæðan kveðskap eru einmitt ftá um 1300-1400, sama
tíma og elstu handrit Njálu. Þar ber vissulega hæst handrit Snorra Eddu
þar sem Þriðja málfrœðiritgerð Olafs Þórðarsonar er líka geymd. Ekki er
ólíklegt að hin fræðilega umræða um skáldskap í samtímanum hafi haft
áhrif á afstöðu sagnaritara og ritara handrita til hlutverks vísna í sögun-
um, og almennt um hvemig túlka bæri vísur.
Snorra Edda og Þriðja málfræðiritgerðin eru helstu fræðibækurnar um
dróttkvæðan kveðskap á þrettándu öld og óvenju rækilegar heimildir um
bókmenntalega afstöðu til kveðskapar. I fræðiritunum kemur engu að
síður fram grundvallarmunur á afstöðu tdl dróttkvæða og hvernig skuli
greina hann. Aðferð Snorra er ekki byggð á hefðbundnum greiningar-
aðferðum grammatica19 (málfræði og málskrúðsfræði) eða rhetorica
(mælskufræði). Snorri setur hst dróttkvæðanna í sögulegt samhengi,
með vísan í rætur myndmáls í heiðni annars vegar og til fordæma hirð-
skáldanna hins vegar. Harrn skýtur stoðum undir lýsingu sína og grein-
ingu á skáldskaparmáli með tilvísun í skáldin sem auctoritas (kennivald)
hvað skáldskapariðkun varðar. Hann naíngreinir skáldin og tengir við
opinbera sagnaritun í konungasögum;20 þannig eru Heimskringla og
Snorra Edda tvær bækur af sama meiði. Rit Ólafs er af grein translatio
studii, þ.e. í verkinu lagar hann klassískar kennslubækur í grammatica að
innlendri hefð og móðurmálinu, þýðir, skýrir og velur ný dæmi.21 Val
skýringardæma ræðst ekki af uppruna þeirra í norrænni nafngreindri
dróttkvæðahefð, eins og Snorri hafði lagt alúð við, heldur velur Ólafur
dæmi eftir hentugleika, sum eftir eldri skáld og önnur efdr samtíma-
skáld - og tæplega helmingurinn er ónafngreindur og jafnvel eftir hann
19 Námsgreinin grammatica fól ekki aðeins í sér greiningu á tungumálinu sjálfu, held-
ur nákvæma greiningu á myndmáli og stílbrögðum.
20 Sjá nánar um þetta atriði Guðrún Nordal, Tools ofLiteracy, bls. 77-9.
21 Sjá góða umræðu um translatio stndii, Rita Copeland, Rhetoric, Hermeneutics and
Translation, bls. 103-7. í Ynglinga sögu í Heimskringlu er vissulega einnig vikið að
translatio studii, þ.e. að íslenskur kveðskapur sé kominn úr hinum klassísfy heimi -
en verkið sjálft er þó ekki af þessum meiði. Hugmyndir eru raunar um að Olafur hafi
átt þátt í samsetningu Heimskringlu, sjá Jonna Louis Jensen, „Heimskringla - et værk
af Snorri Sturluson?“, Nordica Bergensia, 14 (1997), bls. 231—15.
65