Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 70
GUÐRÚN NORDAL
Reykjabók og Kálfalækjarbók
Mgrðr var á þingi, faðir hennar.
Hann tók við henni allvel ok bað
hana vera í búð sinni, meðan
þingit væri; hon gerði svá. Mgrðr
mælti: „Hvat segir þú mér frá
Hrúti, félaga þínum?“
Hon kvað vísu:
Víst segi ek gott frá geystum
geirhvessanda þessum,
þat er sjálfráðligt silfra
sundrhreyti er fundit;
verð ek, því at álmr er orðinn
eggþings fyrir gjgmingum,
satt er, at ek ség við spotti,
segja mart eða þegja.28
(sbr. einnig Reykjabók, bls. 16).
Það eru augljós orðalagslíkindi milli fyrra helmings vísunnar og svars
Unnar í Gráskinnu sem vekja grun um að vísa Unnar sé sprottin upp úr
lausamálinu og ort eftir að sagan var sett saman. Setningin er talmáls-
kennd svo að líklegra virðist að áhrifin séu frá lausamálinu ffemur en á
hinn veginn í þessu dæmi, en í Reykjabók og Kálfalækjarbók er setning-
unni í lausamálinu sleppt. I seinni helmingi víkur Unnur að gjQrningum
Gunnhildar án þess þó að nefna drottninguna á nafii. Vísunni lýkur á
áhugaverðu atriði sem ekki er nefnt í Gráskinnu. Fjölkynngi Gunnhild-
ar og afleiðingar hennar hafa vakið upp kjaftagang í umhverfi Unnar og
er augljóst að hún er viðkvæm fyrir spotti. Slúður er eitt af þemuin sög-
unnar og er athyglisvert að Unnur, í fyrstu vísu sögunnar, veki athygli
föður síns á mikilvægi orðsporsins.29
Næstu vísur koma í beinu framhaldi af fyrstu vísunni:
28 Samantekt: Víst segi ek gott frá þessum geystum geirhvessanda (sá sem hvessir spjót,
hermaður), þat er silfra sundurhreyti (sá sem hreytir silfri sundur, þ.e. örlátur mað-
ur) er fundit sjálfráðligt. Ek verð segja margt eða þegja, því at álmr eggþings (viður
orrustunnar, þ.e. Hrútur) er orðinn fyrir gjgmingum. Satt er at ek ség (óttast) við
spotti.
29 Sjá Helga Kress, „Staðlausir stafir: Um slúður sem uppsprettu ffásagnar í Islend-
ingasögum“, Skímir 165 (1991), bls. 130-56.
Gráskinna
Mprðr var á þingi, faðir hennar.
Hann tók við henni allvel ok bað
hana vera í búð sinni, meðan
þingit væri; hon gerði svá.
Mprðr mælti: „Hvat segir þú
mér frá Hrúti, félaga þínum?“
Hon svarar: „Gott má ek frá
honum segja allt þat er honum er
sjálfrátt“.
(Brennu-Njáls saga, bls. 24).
68