Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 80
SVERRIR TÓMASSON
sögur fyrir vinnufólki á kvöldvökum á vetrardag í bakstofu, og
stundum leiki, sem að brynna álftum, sækja smér í strokk, reisa
horgemling, jáma rymbu etc.,... bannaði ei heldur stundum að
kveða rímur og kvæði ...
Þó að ekki hafi enn fundist aðrar heimildir um að k\7öldvökur hafi verið
haldnar fyrr en í upphafi 18. aldar, þegar Jón Olafsson úr Grunnavík er í
fóstri hjá Páh Vídalín í Víðidalstungu, leikur varla nokkur vafi á því að
sagnaskemmtan margs konar var viðhöfð á Islandi f\Tr á öldum og kvæði
flutt, hvort sem þau vora sungin í dansi eða mælt laglaust af munni fram
eða kveðin.3 Þar á meðal vora rímur sem ég ætla að fjalla um hér.
En hvað era rímur? I íslenskum handbókum um bókmenntir eru þær
taldar „sérísl(enzk) tegund söguljóða og helzta nýjung í ísl(enzkum)
bókm(enntum) á miðöld“.4 Ekki er alls kostar ljóst hvað átt er hér við ineð
söguljóðum, en svo virðist sem höfundar handbókanna hafi einkum skipað
rímum niður með epískum skáldskap, en slegið þann vamagla að rímur
hafi reyndar aðeins gegnt svipuðu hlutverki; munurinn lægi í því að þær
væru aðeins „rhnuð endursögn sagna sem tál voru á bókum“.;’ Þetta má að
vísu telja ofmælt, því að allnokkrar rímur segja sögur sem ekki hafa fund-
3 Skemmtilegt dæmi um áhugamál sóknarbarna á veraldlegri skemmtan kemur fram
árið 1634 í kvörtunarbréfi séra Sigurðar Oddssonar (d. 1641) prests í Arnarbæli í
Ölfusi til Gísla Oddssonar biskups í Skálholti. Presmrinn segir: „Eigi kann eg held-
ur með góðri samvisku að líða það óaflátanlega ráp allmargra karla og kvenna úr
kirkjunni undan predikun, hvað að ber til að jafhvel gjöra þeir sem góðum skóla aga
hafa vanist. [...] Sumir af þessum koma aldrei aftur í það sinn, sumir rápa til og frá
eins og lesið væri af Gretti, Olger danska, Umir, Bæring, Stapafiflum et c[etera].
Einn sagði einn tíma við mig: Að næst passíunnar lestri þætti sér engin skemmtan
betri en Rollants rímur: Eg þegi þar um, að fyrr komi inargir til að hlýða rímum af
Brönu, Arinnefju et c[etera] heldur en að hlýða þeim guðlega kirkjunnar söng,
hvem sumir láta afhlaupa, og áður en byrjast eftir predikun burthlaupa, eins og tröll
sem diktað er að klukknahljóð hræðist.“ (AM 246 4to, hér tekið upp úr ritgerð
Davíðs Erlingssonar, „Rímur“, Islensk þjóðmenning VI, ritstjóri Frosti F. Jóhannsson,
Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 346.) Fyrir utan áðurnefnda bók Hermanns Pálsson-
ar hafa sagnaskemmtun m.a. verið gerð skil í bók minni, Fonnálar íslenskra sagnarit-
ara á miðöldum, Reykjavík: Stofnun Arna Magnússonar, 1988, bls. 315-323. Bók
Magnúsar Gíslasonar, Kvállsvaka, Uppsala: Acta Universitatis Upsaliensis, 1977,
fjallar eingöngu um kvöldvökuna eins og hún birtist í heimildum á 19. og 20. öld.
4 Hannes Pétursson, Bókmenntir, Reykjavík: Menningarsjóður, 1972, bls. 81; sbr. Jak-
ob Benediktsson, Hugtök og heiti íhókmenntafræði, Reykjavík: Bókmenntaffæðistofh-
un Háskóla íslands, 1983, bls. 216.
s Jakob Benediktsson, Hugtök og heiti í bóktnenntafi-æði, bls. 277.
78