Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 82
SVERRIR TOMASSON
einkum þeim sem við voru hafðir í Htúrgískum textum, t.d. tíðagjörðtnn
eins og Officium sæls Þorláks.9 Undir þetta tók Eugen Mogk10 og hugði
að fyrst í stað hefðu rímur verið lofkvæði um dýrlinga og tók Olafs rímu
Haraldssonar í Flateyjarbók sem dæmi. Björn Karel Þórólfsson reifaði
þessar skoðanir í sínu mikla yfirhtsverki um íslenskar rímur,11 en hann
hallaðist að því að uppruna bragarháttanna væri einkum að leita í fer-
kvæðum danskvæðum, hinum svokölluðu sagnadönsum sem bæði voru
tíðkaðir á Norðurlöndum og á Bretlandseyjum. Síðari rannsóknir, eink-
um þeirra W. Craigie og Vésteins Ólasonar, hafa þó leitt í ljós að fyrir-
mynda bragarháttanna væri einkum að leita í miðenskum kveðskap og
þar að auki væri efnisval svipað bæði í rímum og miðenskum kveðskap
sem og chanson de geste.12
Craigie kallaði rímur romances, og Vésteinn Olason metrical romances
en sé nánar rýnt í efnisflokka þá sem rímnaskáldin hafa fært í bundið mál
er langt ffá því að telja megi allar rímur romances. Mikill fjöldi þeirra seg-
ir að vísu frá riddurum, köppum og öðru hefðarfólki sem og ástum
þeirra, eins og algengast var í slíkum bókmenntum, en í elstu rímum er
annað eíhi sem ýmist er sótt til dæmisagna miðalda (lat. exempld) eða fá-
bylja (fr. fabliaux), auk þess sem ort er um hagíógrafísk málefni. Ólafs
ríma helga í Flateyjarbók sem löngum hefur verið tahn elsta ríman segir
t.d. ffá ævilokum og píslarvætti hins helga manns í orrustunni á Stiklar-
stöðum og síðan frá jarteinum eftir dauða hans. Rímtmni lýkur á því að
skáldið sækir Ólaf helga að árnaðarorði. Skoðtm Eugens Mogks er því
ekki algerlega út í hött; ferskeyttur háttur rímnanna gat vel hentað helgi-
kvæðum. Með öðrum orðum sagt, það er ekki unnt að telja rímur tdl
einnar bókmenntagreinar: þær tilheyra mörgum greinum, hið eina sem
er þeim öllum sameiginlegt er bundið mál og í allflestum tilfellum flum-
ingur.
Orðið rtma er tökuorð í íslensku og skýtur fyrst upp kolli í f}TÍrsögn
Flateyjarbókar þar sem Ólafs ríma helga fylgir á eftir. Unt þennan kveð-
skap hafa einnig verið höfð orðin dans, vísa, spil og þáttur, þrjú fyrstu orð-
9 Sjá Corpvspoeticvm boreale II, Oxford: Clarendon Press, 1883, bls. 393.
10 Sjá Grundrifi der gertnanischen Philologie II, Strassburg: K. J. Triibner, 1893, bls. 722.
11 Björn Karel Þórólfsson, Rímurfyrir 1600, Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafje-
lag, 1934, bls. 49-53.
12 William A. Craigie (útg.), Sýnisbók íslenzkra rímna I, London: Thomas Nelson and
Sons, 1952, bls. 281-287; Vésteinn Ólason, The Traditional Ballads of Iceland,
Reykjavík: Stofnun Arna Magnússonar, 1982, bls. 52-67.
8o