Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 83
HLUTVERK RÍMNA í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI
in eru fengin úr erlendum málum; orðin dans og ríma hafa verið talin
benda til þess að farið hafi verið með kveðskapinn í dansi. Orðið ríma er
í fomfrönsku haft um dans en það þekkist þó einnig í merkingunni kvæði
í miðensku.13 Ríma virðist merkja dans í einu erindi Sörla rímna eins og
Bjöm Karel Þórólfsson, Jón Samsonarson og síðar Hallgrímur Helgason
hafa dregið fram.14 Þær era hklega frá 14. öld og kvartar skáldið undan
þH að vísm hans séu sungnar undir dansi og mál hans heyrist ekki íyrir
fótastappi:
Því má eg varla vísu slá,
veit eg það til sanns,
þegar að rekkar rímu fá
reyst er hún upp við dans.
Gapa þeir upp og gumsa hart
og geyma varla sín,
höldar dansa hralla snart,
ef heyrist vísan mín.15
Það kemur víðar fyrir að rímur em sagðar vera dans. í Griplum er t.d.
svo kveðið:16
Vessa eg aldri um vífa krans
af Veneris látum neinum,
fæmm heldm fyrðum dans
af fróðum sagnagreinum.
Jón Samsonarson hefur bent á að orðið dans komi fyrir í fyrirsögnum
kvæða á síðari tírrmm án þess að það tengist dansleikum. Hann taldi þó
líklegt að orðið hefði getað átt við rímm, þegar þær vom kveðnar við
dans.1, Um rímur eða einhvern hlut þeirra er einnig haft orðið þáttur
sem Færeyingar nota gjaman um danskvæðin. Orðið vísa bendir til Kkra
13 William A. Craigie, Sýnisbók íslenzkra rímna I, bls. 283.
14 Bjöm Karel Þórólfsson, Rhnurfyrir 1600, bls. 47; Jón Samsonarson, Kvæði og dans-
leikir I, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1964, bls. xxv—xxvi; Hallgrímur Helgason,
Islenzkar tónmenntir, Reykjavík: Öm og Örlygur, 1980, bls. 42.
15 Finnur Jónsson (útg.), Rímnasafn II (STUAGNL XXV), Kobenhavn: 1913-1922,
bls. 86.
16 Finnur Jónsson (útg.), Rímnasafn I, bls. 352.
1 Sjá Jón Samsonarson (útg.), Kvæði og dansleikir I, bls. xxvi og þar tilv. rit.
8l