Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 84
SVERRIR TOMASSON
kvæða á Norðurlöndum, en öll orðin þrjú: ríma, dans og spil eru vísbend-
ing um að textann hafi menn sungið, dansað eða leikið á einhvern hátt.
Um slíkan mannfagnað eru þó ekki margar heimildir. Getið er mn gleðir
þar sem fram fóru margs konar leikir og sumir þá leiknir í dularbúningi,
í eins konar eftirlíkingum af k\mjaskepnum, en óvíst er hvort rínmr hafa
verið fluttar á slíloim samkomum.18 I Islandslýsingu sem Oddur Einars-
son síðar biskup samdi líklega í lok 16. aldar segir svo um tómstundir Is-
lendinga:
Stundum draga þeir fram íslendingasögur og lesa upp skýrri
röddu klukkustundum saman [...] stundum U'eða þeir gömul
kvæði með skemmtilegu tónfalli.19
Hallgrímm Helgason tónskáld taldi líklegt að þessi Heðandi hefði varð-
veist allt til þessa dags. Hún væri enn til í rímnalögum sem safnað hefði
verið í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Hallgrímur vitnaði í lýsingar er-
lendra ferðamanna á Islandi á 19. öld sem höfðu lýst sérkennilegri ktæð-
andi íslendinga sem „rezitativartig vorgetragen“ og nefhdi hann það söng-
les og hugði að megingildi slíkra rímnalaga væri fólgið í því að þar birtist
„söngles fornaldar í eintóna dapurlegum stíl“.20 Rímnalögin íslensku eru
þó ekki öll í sama stíl og kann að vera að slíkt stafi af mismunandi upp-
runa þeirra; þau hafi verið flutt á mismunandi vegu efdr landshlutum.21
Bragarhættir rímna eru að rísu erlendir en skáldskaparmálið er af inn-
lendum rótum runnið, þó að sumt í tækni rímnaskáldanna megi rekja til
alkunnra kennslubóka í mælskuffæðum;22 margs konar hortittir eru og
sameiginlegir rímum og erlendum kveðskap frá þessum tíma (e. tags).
Fræðimenn hafa lagt áherslu á að rímur taki upp eftir dróttlamðmn heiti,
þ.e. sjaldgæf orð notuð }dir algeng orð svo og kenningar eða umritanir,
18 Sjá sama rit, einkum bls. 1-lxxvi.
19 Þýðing Sveins Pálssonar, Oddur Einarsson, Islandslýsing, Reykjavík: Menningarsjóð-
ur, 1971, bls. 129; sbr. Fritz Burg (útg.), Qualiscunque descriptio lslandiae, Hamburg:
Selbstverlag der Staats- und Universitats-Bibliothek, 1928, bls. 66.
20 Hallgrímur Helgason, Islenzkar tónmenntir, bls. 45.
21 Sjá um þetta efni: Hreinn Steingrímsson, Kvæóaskapur. IcelandicEpic Song, ritstj. Do-
rothy Stone og Stephen L. Mosko, Reykjavík: Mál og mynd, 2000, bls. 52-53.
22 Sbr. William A. Craigie (útg.), Sýnisbók íslenzkra rímna I, bls. 290; Bergljót S.
Kristjánsdóttir, „Gunnlöð ekki gaf mér neitt / af geymsludrt'kknum forðum...“,
Guðamjöður og amarleir, ritstj. Sverrir Tómasson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996,
bls. 195-196 og þar tilv. rit.
82