Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 86
SVERRIR TOMASSON
en hún er skrifuð um 1540 af Ara Jónssyni og syni hans Tómasi sem hafa
starfað á Vestfjörðum, líklega á Stað í Súgandafirði.
Þriðja skinnbókin er AM 603 4to, kölluð Hólsbók, en hana fékk Ami
Magnússon frá Magnúsi nokkrum Jónsstmi sem ættaður var frá Hóli í
Hörðudal, sem reyndar er ekki langt frá Staðarhóh eða Holti í Saurbæ
og er núna í sama héraði, Dalasýslu. Þessi skiimbók er talin skriíuð á síð-
ari hluta 16. aldar. Fjórða bókin er svo Krossanesbók, Sth perg 4to nr 22,
en hún er komin frá Krossanesi í Trék}dhsvík í Strandasýslu. Hún er
einnig frá 16. öld. Fimmta skinnbókin er Sth perg 4to nr 23. Talið hefur
verið líklegt að hún hafi einhvern tíma verið í eigu Gunnlaugs Oddsson-
ar sem bjó í Hvítadal í Dalasýslu, ekki langt frá Staðarhóli og Holti. Loks
er svo Selskinna, AM 605 4to, skrifuð seint á 16. öld. Hana átti Magnús
Björnsson lögmaður á Munkaþverá í Eyjafirði, en hann er reyndar ná-
tengdur Vestlendingum, móðir hans var dóttir Páls Jónssonar ffá Staðar-
hóli í Saurbæ.
Eftirrit eftir þessum skinnbókum voru gerð, en þau skipta hér engu
máli - aðalatriðið er að meginþorri rímna fýrir 1600 hefur verið skrifað-
ur upp á einu svæði, frá Dalasýslu norður og vestur allan Vestfjarðakjálk-
ann og varðveist þar um aldir. Að mínu viti er þetta ekki tilviljun. A síð-
ari hluta 15. aldar og alla 16. öld eru þessi héruð eitt gjöfnlasta svæði
landsins bæði til landbúnaðar og ekki síður, að fengsæl fiskinúð voru rétt
fýrir utan Vestfirði og í Breiðafirði og þangað sótti mikill fjöldi manna úr
öðrum sveitum og erlendir sjómenn, fýrst Englendingar en síðan voru
Þjóðverjar þar tíðir gestir og ráku þar útveg og verslun. Englendingar
fóru líka með ránskap. En nokkuð víst má telja að flestir höfðingjar í
þessum landshluta hafi rekið við þessar þjóðir kaupskap. Um önnur
menningarleg samskipti eru ekki beinar heimildir en ætla má að hinir er-
lendu gestir hafi komið með fleira en pjátrið eitt; borist hafi til landsins
ýmsir siðir og bækur, enda eru um það dæmi að verk hafi verið þýdd úr
miðensku hvaðan svo sem þau hafa borist. Eftir siðbreytinguna 1550 ber
meira á þýskum áhrifum, en Englendingar koma einnig við sögu út alla
16. öld og jafhvel lengur. Auðsöfhun örfárra einstaklinga í þessum lands-
hluta er mjög vel kunn og vitað er að úr fórum nokkurra hafa komið
kunnar skinnbækur, þó að ekki sé víst að það séu þær rímnabækur sem ég
hef gert hér að umtalsefni.25 Augljóst er þó að ekki hefur verið á færi
25 Sjá um þetta efni: Arnór Sigurjónsson, Vestfirðingasaga 1390-1540. Reykjavík.
Prentsmiðjan Leiftur, 1975.
84