Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 88
SVERRIR TOMASSON
þessir kappar kunnir af sögum í óbundnu máli, en röð þessara kappa-
rímna er rofin með Landrésrímum, sem fjalla um sama eíni og Olífar
þáttur og Landrésar, dæmisögu sem skotið er irm í B-gerð Karlamagnúss
sögu. Því næst koma 12 rímnaflokkar um norrænar kempur eins og
Hjálmþé, Friðþjóf frækna, Harald hringsbana og Hálfdan brönufóstra,
en með fljóta þekktir riddarar eins og Bæring og Dínus. Aftan við þessa
röð er enn skotið rímu með dæmisögu, Þjófarímu, sem greinir ffá þrem-
ur þjófum er heita Illur, Verri og Verstur, og þekkist úr Disciplina cleric-
alis, safni alþekktra dæmisagna eftir spánska gyðinginn Petrus Alfonsi
sem uppi var á 12. öld. Það kann að vera að báðar dæmisögurnar hafi haft
einhverjum tilgangi að þjóna, átt að vera til uppbyggingar á milli
skemmtanarsagna, en á eftir þessari rímu fylgir svo flokkur rímna sem
allar eru á einhvern hátt bundnar norrænu goðsagnaefhi. Þar fara fyrst
Sörla rímur sem ortar eru eftir Sörla þætti í Flateyjarbók og þar á eftir
fylgja rímur sem eiga sér nánari samsvaranir í eddukvæðum og frásögn-
um Snorra Eddu og Völsunga sögu; rímurnar eru Lokrur, Þrymlur og
Völsunga rímur.
Þetta efni sker sig úr - kveðskapur af þessu tagi er ekki til annars stað-
ar, og Lokrur og Völsunga rímur eru hér varðveittar heilar. Þrymlur hafa
þó verið til í öðru handriti, en þær eru óheilar í Staðarhólsbók, líklega
vantar eitt blað framan við þær.
Augljóst er að Þrymlur, eins og þær eru í Staðarhólsbók, hafa verið
skrifaðar beint eftir flumingi eða minni skrifarans; þær \dllur sem fyrir
koma í textanum eru þess eðlis að þær verða naumast raktar til forrits.
Þrymlum er skipt niður í þrjá flokka og eru tveir þeirra undir ferskeytt-
um en einn undir braghendum hætti, samtals 85 erindi. Telja má að auð-
velt hafi verið að kunna þau utan að, enda eru dæmi um að menn hafi
munað lengri rímur.28
Að hyggju fræðimanna hafa Þrymlur verið ortar eftir eddukvæðinu
Þrymskviðu, en einnig hefur skáldið smðst við frásagnir Snorra Eddu.
Björn Karel Þórólfsson fullyrðir m.a.s. að farið hafi verið eftir texta
handrita Snorra Eddu í Konungsbók og Wormsbók. Þetta skiptir raunar
engu máli, því að skáldið lagar efhið til, fer sínar eigin leiðir, þótt kjarn-
inn sé sá sami og í Þrymskviðu: hvernig Þór nær með vélum aftur hamri
sínum, Mjöllni, úr höndum þursans Þryms.
28 Jón Helgason, „Noter til Þrymlur", Opuscula V (1975), bls. 246.
86